Innlent

Sí­vaxandi hraði lofts­lags­breytinga í brenni­depli á Hring­borði norður­slóða

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti og stjórnarformaður Hringborðs norðurslóða.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti og stjórnarformaður Hringborðs norðurslóða. Stöð 2/Arnar

Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu.

Hringborð norðurslóða hefst á morgun í Hörpu og stendur yfir fram á laugardag. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti og stjórnarformaður hringborðsins, segir fjölmörg mál á dagskrá.

„Breytingar á norðurslóðum, loftslagsbreytingar, hreina orku, málefni hafsins, stöðu frumbyggja og hin nýja staða sem varðar áskókn ríkja í Evrópu, Asíu og víðar gagnvart norðurslóðum,“ segir Ólafur.

Hann segir erfitt að segja til um brýnasta málefnið. Þátttakendur séu um tvö þúsund frá sjötíu löndum - svarið velti líklega á þeim sem spurður er.

„En ég held þó að sívaxandi hraði loftslagsbreyrtinga og hin nýja staða norðurslóða á valdaskákborði heimsins muni tvímælalaust setja svip á þetta þing.“

Ný stofnun kynnt á morgun

Von er á sendinefndum frá Kanada, Evrópu og víðar og eru gestir þegar farnir að streyma til landsins. Þar á meðal Hákon krónprins Noregs sem er í hádeginu að skoða gosstöðvar við Fagradalsfjall ásamt forseta Íslands.

Á morgun kynnir Scott Minerd, framkvæmdastjóri Guggenheim Partners áform um nýja stofnun sem verður í Norðurslóð, húsi stofnunar Ólafs Ragnars, sem verður reist á háskólasvæðinu

„Þetta eru stórtíðindi fyrir Ísland, fyrir alþjóðasamfélagið, fyrir norðurslóðir og fræða- og vísindasamfélagið á Íslandi; að nú sé áformað að reisa hér stofnun sem í stíl við hinar stóru bandarísku stofnanir á þessu sviði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×