Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 09:35 Hilmar Gunnarsson er stofnandi og eigandi Arkio. Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. Í fyrradag kynnti Meta ný sýndarveruleikagleraugu sýn, Meta Quest Pro. Gleraugun eru þau þriðju sem koma frá Meta en fyrirtækið hefur sett mikla vinnu í þróun og hönnun Quest-línunnar. Í kynningarmyndbandinu fyrir Quest Pro-gleraugun er sýnt frá nokkrum forritum sem hægt er að nota með gleraugunum. Fyrsta forritið var hið íslenska forrit Arkio. Arkio er eina fyrirtækið sem einbeitir sér að arkitektúr og rýmishönnun fyrir sýndarveruleika. Arkio var stofnað á Íslandi árið 2017 og er í dag með tíu starfsmenn, þrjá hérlendis og sjö erlendis. Fyrirtækið hefur frá stofnun einbeitt sér að erlendum mörkuðum. Þeirra stærsti notendahópur er í Bandaríkjunum. Hilmar Gunnarsson er stofnandi og eigandi Arkio. Í samtali við fréttastofu segir hann það vera mikinn heiður að Arkio sé í auglýsingunni. Hann og teymið hjá Arkio hafa unnið náið með Meta síðustu sex mánuði til að þróa forrit þeirra í nýju gleraugunum. Meðal tækifæra í nýju gleraugunum er að hægt er að blanda saman sýndarveruleika og raunveruleika þegar verið er að hanna arkitektúr. Það þýðir að fólk getur verið inni í sýndarveruleikanum en liðið eins og það sé að hanna og breyta í raunveruleikanum. Hægt er að hanna hús, færa hluti eða nánast hvað sem er í Arkio.Arkio „Það er ekki bara það að þú getir verið að vinna í sýndarveruleika með þrívíð módel af byggingum og hannað þau, heldur geturu núna bókstaflega verið í raunveruleikanum og breytt honum. Þú getur til dæmis staðið á byggingasvæði og séð byggingu fyrir þér í sínu umhverfi eins og hún mun raunverulega líta út. Eða ef þú vilt prófa að opna vegg, þá getur þú opnað hann og séð í gegnum hann, labbað upp að honum og gægst inn. Þetta eru möguleikar sem hefur ekki verið hægt að nýta áður,“ segir Hilmar. Með þessum blandaða veruleika er Arkio að gera eitthvað sem hefur ekki verið hægt áður. Fólk getur í raun og veru breytt raunveruleikanum inni í sýndarveruleika. Ég gæti skoðað hvernig það væri í raun og veru ef ég myndi setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Séð hvernig útsýnið væri ef ég myndi stækka stofugluggann. Líkt og Hilmar segir, þá er hægt að upplifa rými mun betur ef hægt er að ganga í gegnum þau í staðinn fyrir að horfa á þau á tölvuskjá. Stærri arkitektúrstofur, hönnuðir og verkfræðingar munu líka geta nýtt sér tæknina þegar farið er í dýrar framkvæmdir. „Það er magnað að það sé enn þann dag í dag, þegar þessi tækni er í boði, að það sé verið að fara í dýrar framkvæmdir, byggja dýrar byggingar, án þess að prófa að labba í gegnum þær fyrst. Þú getur ímyndað þér öll mistökin sem eru gerð, bæði á hönnunarstiginu þar sem fólk heldur að það viti hvernig eitthvað lítur út en það áttar sig ekki alveg á því, eða þegar það er byrjað að framkvæma og þarf að gera breytingar. Mörgum af þessum mistökum er hægt að afstýra með því að prófa þessar byggingar áður,“ segir Hilmar. Allt að 24 geta unnið saman í Arkio.Arkio Í dag er allt hannað og sníðað á flötum tölvuskjá, þrátt fyrir að flestir geri þrívíddarkynningar. Þá eru hlutir kynntir með þrívíddarmyndböndum, en enn á flötum skjá. Hilmar segir muninn á því og að nota Arkio vera eins og að sýna einhverjum mynd af París eða bjóða honum að fara til Parísar og labba upp að Eiffel-turninum. Hver sem er getur keypt Meta Quest Pro gleraugun frá og með 25. október en verðmiðinn er ekki fyrir alla. Ein gleraugu kosta 1.500 dollara, rúmlega 216 þúsund krónur. Búist er við því að verðið lækki hægt og rólega með næstu útgáfum gleraugnanna. Tækni Arkitektúr Nýsköpun Meta Stafræn þróun Tengdar fréttir Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. 12. október 2022 13:01 Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. 28. júní 2022 17:01 Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17. ágúst 2022 20:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í fyrradag kynnti Meta ný sýndarveruleikagleraugu sýn, Meta Quest Pro. Gleraugun eru þau þriðju sem koma frá Meta en fyrirtækið hefur sett mikla vinnu í þróun og hönnun Quest-línunnar. Í kynningarmyndbandinu fyrir Quest Pro-gleraugun er sýnt frá nokkrum forritum sem hægt er að nota með gleraugunum. Fyrsta forritið var hið íslenska forrit Arkio. Arkio er eina fyrirtækið sem einbeitir sér að arkitektúr og rýmishönnun fyrir sýndarveruleika. Arkio var stofnað á Íslandi árið 2017 og er í dag með tíu starfsmenn, þrjá hérlendis og sjö erlendis. Fyrirtækið hefur frá stofnun einbeitt sér að erlendum mörkuðum. Þeirra stærsti notendahópur er í Bandaríkjunum. Hilmar Gunnarsson er stofnandi og eigandi Arkio. Í samtali við fréttastofu segir hann það vera mikinn heiður að Arkio sé í auglýsingunni. Hann og teymið hjá Arkio hafa unnið náið með Meta síðustu sex mánuði til að þróa forrit þeirra í nýju gleraugunum. Meðal tækifæra í nýju gleraugunum er að hægt er að blanda saman sýndarveruleika og raunveruleika þegar verið er að hanna arkitektúr. Það þýðir að fólk getur verið inni í sýndarveruleikanum en liðið eins og það sé að hanna og breyta í raunveruleikanum. Hægt er að hanna hús, færa hluti eða nánast hvað sem er í Arkio.Arkio „Það er ekki bara það að þú getir verið að vinna í sýndarveruleika með þrívíð módel af byggingum og hannað þau, heldur geturu núna bókstaflega verið í raunveruleikanum og breytt honum. Þú getur til dæmis staðið á byggingasvæði og séð byggingu fyrir þér í sínu umhverfi eins og hún mun raunverulega líta út. Eða ef þú vilt prófa að opna vegg, þá getur þú opnað hann og séð í gegnum hann, labbað upp að honum og gægst inn. Þetta eru möguleikar sem hefur ekki verið hægt að nýta áður,“ segir Hilmar. Með þessum blandaða veruleika er Arkio að gera eitthvað sem hefur ekki verið hægt áður. Fólk getur í raun og veru breytt raunveruleikanum inni í sýndarveruleika. Ég gæti skoðað hvernig það væri í raun og veru ef ég myndi setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Séð hvernig útsýnið væri ef ég myndi stækka stofugluggann. Líkt og Hilmar segir, þá er hægt að upplifa rými mun betur ef hægt er að ganga í gegnum þau í staðinn fyrir að horfa á þau á tölvuskjá. Stærri arkitektúrstofur, hönnuðir og verkfræðingar munu líka geta nýtt sér tæknina þegar farið er í dýrar framkvæmdir. „Það er magnað að það sé enn þann dag í dag, þegar þessi tækni er í boði, að það sé verið að fara í dýrar framkvæmdir, byggja dýrar byggingar, án þess að prófa að labba í gegnum þær fyrst. Þú getur ímyndað þér öll mistökin sem eru gerð, bæði á hönnunarstiginu þar sem fólk heldur að það viti hvernig eitthvað lítur út en það áttar sig ekki alveg á því, eða þegar það er byrjað að framkvæma og þarf að gera breytingar. Mörgum af þessum mistökum er hægt að afstýra með því að prófa þessar byggingar áður,“ segir Hilmar. Allt að 24 geta unnið saman í Arkio.Arkio Í dag er allt hannað og sníðað á flötum tölvuskjá, þrátt fyrir að flestir geri þrívíddarkynningar. Þá eru hlutir kynntir með þrívíddarmyndböndum, en enn á flötum skjá. Hilmar segir muninn á því og að nota Arkio vera eins og að sýna einhverjum mynd af París eða bjóða honum að fara til Parísar og labba upp að Eiffel-turninum. Hver sem er getur keypt Meta Quest Pro gleraugun frá og með 25. október en verðmiðinn er ekki fyrir alla. Ein gleraugu kosta 1.500 dollara, rúmlega 216 þúsund krónur. Búist er við því að verðið lækki hægt og rólega með næstu útgáfum gleraugnanna.
Tækni Arkitektúr Nýsköpun Meta Stafræn þróun Tengdar fréttir Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. 12. október 2022 13:01 Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. 28. júní 2022 17:01 Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17. ágúst 2022 20:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. 12. október 2022 13:01
Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. 28. júní 2022 17:01
Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17. ágúst 2022 20:30