Fótbolti

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthias Gragger kom sér heldur betur í fréttirnar en ekki þó eins og hann vildi eflaust.
Matthias Gragger kom sér heldur betur í fréttirnar en ekki þó eins og hann vildi eflaust. Getty/Franz Kirchmayr

Það er aldrei gaman að skora í eigið mark en flestir eiga það nú ekki á hættu að gera slíkt þegar þeir eru staddir á miðju vallarins. Það ótrúlega gerðist hins vegar í leik í ástralska fótboltanum að leikmaður skoraði sjálfsmark fyrir aftan miðju.

SV Ried var þarna á útivelli á móti Wolfsberger AC sem var sex sætum ofar í töflunni.

Matthias Gragger, leikmaður SV Ried, ætlaði bara að senda langan bolta aftur á markvörð sinn en hitti boltann aðeins of vel.

Boltinn sveif hátt og langt og yfir markvörðinn sem stóð framarlega í vítateignum.

„Hann var afskaplega óheppinn. Líklega er þetta versta sjálfsmarkið á öldinni,“ sagði Christian Heinle, þjálfari hans hjá SV Ried.

Markið kom í uppbótatíma seinni hálfleiks en hinn tvítugi Gragger hafði komið inn á sem varamaður á 75. mínútu leiksins.

Þrátt fyrir þetta sjálfsmark þá vann SV Ried samt leikinn 2-1. Það breytti þó ekki því að liðið situr í neðsta sæti í austurrísku deildinni.

Markið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×