„Leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með opnari hug“ Snorri Másson skrifar 17. október 2022 08:46 Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, vísar því á bug að horfurnar séu ekki góðar á sviði rafmynta nú um mundir. Virði Bitcoin hefur staðið í stað í um 20.000 Bandaríkjadölum frá því í sumar. Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, segir að enginn myndi vera að græða á því ef Bitcoin væri „svikamylla“ eins og hefur verið haldið fram. „Við segjum oft að Bitcoin falli aldrei í verði, heldur tekur það bara smá leiðréttingu eftir að hafa farið of hátt of hratt. Fyrir þessa fordæmalausu peningaprentun seðlabankanna árið 2020 stóð Bitcoin í um 3.000-6.000 dollurum. Eftir þessa peningaprentun fór verðið alla leið upp í 60.000 en er núna að finna stabíleringu í um 20.000. Það sem skiptir aðallega máli er að kerfið er að virka, það er stöðugt og bálkar eru enn að koma inn á tíu mínútna fresti,“ segir Ívar. Rætt er við Ívar í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Þar er einnig rætt um um væntanlegan bjargvætt íslenskrar tungu, sem eru undraverðar framfarir á sviði máltækni. Í viðtalinu vísar Ívar því líka á bug að um sé að ræða svikamyllu, eins og hefur verið haldið fram um Bitcoin: „Það er enginn miðstýrður aðili í Bitcoin þannig að það er enginn sem væri að hagnast á þeirri svikamyllu,“ segir Ívar. Bitcoin aftast í orkuröðinni Forstjóri Landsvirkjunar hefur gefið út að nú, þar sem ljóst er orðið að takmarka þurfi orku til ákveðinna viðskiptavina Landsvirkjunar, verði rafmyntargröftur neðstur á listanum. Það er væntanlega sagt í ljósi umhverfisáhrifa starfseminnar. Ívar segir að eðlilegra væri að kalla Bitcoin óumhverfisvænt ef um væri að ræða greiðslumiðlunarkerfi. Það sé þó ekki staðan, heldur sé Bitcoin nýtt peningakerfi. Slíkt kerfi þurfi ákveðna tækni til að vera í endurnýjun og fyrirkomulagið á því núna sé sanngjarnasta leiðin. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með aðeins opnari hug af því að Bitcoin er mögnuð bylting,“ segir Ívar. Hann segir að afgangsrafmagn sem fari til spillis sé vel hægt að nota til Bitcoin-graftrar, enda sé á flestum tímapunktum einhver orka að fara til spillis sem mætti í staðinn nýta. Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Ísland í dag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01 Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, segir að enginn myndi vera að græða á því ef Bitcoin væri „svikamylla“ eins og hefur verið haldið fram. „Við segjum oft að Bitcoin falli aldrei í verði, heldur tekur það bara smá leiðréttingu eftir að hafa farið of hátt of hratt. Fyrir þessa fordæmalausu peningaprentun seðlabankanna árið 2020 stóð Bitcoin í um 3.000-6.000 dollurum. Eftir þessa peningaprentun fór verðið alla leið upp í 60.000 en er núna að finna stabíleringu í um 20.000. Það sem skiptir aðallega máli er að kerfið er að virka, það er stöðugt og bálkar eru enn að koma inn á tíu mínútna fresti,“ segir Ívar. Rætt er við Ívar í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Þar er einnig rætt um um væntanlegan bjargvætt íslenskrar tungu, sem eru undraverðar framfarir á sviði máltækni. Í viðtalinu vísar Ívar því líka á bug að um sé að ræða svikamyllu, eins og hefur verið haldið fram um Bitcoin: „Það er enginn miðstýrður aðili í Bitcoin þannig að það er enginn sem væri að hagnast á þeirri svikamyllu,“ segir Ívar. Bitcoin aftast í orkuröðinni Forstjóri Landsvirkjunar hefur gefið út að nú, þar sem ljóst er orðið að takmarka þurfi orku til ákveðinna viðskiptavina Landsvirkjunar, verði rafmyntargröftur neðstur á listanum. Það er væntanlega sagt í ljósi umhverfisáhrifa starfseminnar. Ívar segir að eðlilegra væri að kalla Bitcoin óumhverfisvænt ef um væri að ræða greiðslumiðlunarkerfi. Það sé þó ekki staðan, heldur sé Bitcoin nýtt peningakerfi. Slíkt kerfi þurfi ákveðna tækni til að vera í endurnýjun og fyrirkomulagið á því núna sé sanngjarnasta leiðin. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með aðeins opnari hug af því að Bitcoin er mögnuð bylting,“ segir Ívar. Hann segir að afgangsrafmagn sem fari til spillis sé vel hægt að nota til Bitcoin-graftrar, enda sé á flestum tímapunktum einhver orka að fara til spillis sem mætti í staðinn nýta.
Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Ísland í dag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01 Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02