Ólafur Ragnar sagður mæra stjórnvisku forseta alræðisstjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 11:05 Ólafur Ragnar Grímsson (t.v.) er sagður dást að stjórnarháttum Xi Jinping, forseta Kína, (t.h.). Vísir/samsett/Vilhelm/EPA Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma. Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar. Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar.
Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent