Heiðursþingmaður sem lifði af dvöl í Auschwitz situr yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. október 2022 11:40 Giorgia Meloni (t.v.), Liliana Segre og Ignazio La Russa. Myndin er samsett. Getty/Antonio Masiello, Mondadori Portfolio, Liliana Segre, 92 ára kona sem lifði af helförina mun sitja yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins eftir nýliðnar kosningar. Segre er heiðursþingmaður á ítalska þinginu og eina manneskja fjölskyldu sinnar sem lifði dvöl í Auschwitz af. Stjórnmálafólk Ítalíu sem hlaut kjör fyrir skömmu hefur verið gagnrýnt fyrir öfgafullar skoðanir og að sýna verkum Mussolini stuðning. Reuters greinir frá því að fyrsta verk þingsins verði líklega að kjósa sér þingforseta en líklegur til þess að hreppa þann titil sé Ignazio La Russa. La Russa er meðlimur stjórnmálaflokksins „Bræður Ítalíu“ en flokkurinn hlaut flest þingsæti eftir kosningarnar í september síðastliðnum. Leiðtogi flokksins er hin hægri sinnaða Giorgia Meloni en hún hefur sagst ekki líta á sig sem fasista þrátt fyrir að hún hafi sem unglingur verið meðlimur í ungliðahreyfingu fasista sem studdi Benito Mussolini. Myndbönd sem birst hafi árið 2018 af La Russa, sem ber millinafnið Benito, eru sögð hafa sýnt safn hans af munum sem minni á tíma Ítalíu undir stjórn Mussolini. Mussolini var fasískur einræðisherra á Ítalíu á árunum 1922 til 1945 en hann myndaði bandalag með alræmda nasíska einræðisherranum Adolf Hitler. Hann samþykkti einnig lög sem leiddu til dauða nærri sex þúsund ítalskra gyðinga í útrýmingarbúðum. Fyrsti þingfundurinn hefur atburðarrásina sem leiðir til þess að forseti Ítalíu veitir leiðtogum stjórnmálaflokka stjórnarmyndunarumboð. Búist er við því að fundir forseta og flokkaleiðtoga eigi sér stað fyrir lok október. Líkur eru á því að Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu Ítalíu. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Reuters greinir frá því að fyrsta verk þingsins verði líklega að kjósa sér þingforseta en líklegur til þess að hreppa þann titil sé Ignazio La Russa. La Russa er meðlimur stjórnmálaflokksins „Bræður Ítalíu“ en flokkurinn hlaut flest þingsæti eftir kosningarnar í september síðastliðnum. Leiðtogi flokksins er hin hægri sinnaða Giorgia Meloni en hún hefur sagst ekki líta á sig sem fasista þrátt fyrir að hún hafi sem unglingur verið meðlimur í ungliðahreyfingu fasista sem studdi Benito Mussolini. Myndbönd sem birst hafi árið 2018 af La Russa, sem ber millinafnið Benito, eru sögð hafa sýnt safn hans af munum sem minni á tíma Ítalíu undir stjórn Mussolini. Mussolini var fasískur einræðisherra á Ítalíu á árunum 1922 til 1945 en hann myndaði bandalag með alræmda nasíska einræðisherranum Adolf Hitler. Hann samþykkti einnig lög sem leiddu til dauða nærri sex þúsund ítalskra gyðinga í útrýmingarbúðum. Fyrsti þingfundurinn hefur atburðarrásina sem leiðir til þess að forseti Ítalíu veitir leiðtogum stjórnmálaflokka stjórnarmyndunarumboð. Búist er við því að fundir forseta og flokkaleiðtoga eigi sér stað fyrir lok október. Líkur eru á því að Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu Ítalíu.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22
Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21