Vantar raddir í virkjanakórinn? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 13. október 2022 13:01 Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun