Nýr „bensínbíll“ Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Bensín og olía Orkuskipti Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun