Boðorðin níu Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 13. október 2022 14:31 Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30 Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn).
Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar