Geðheilbrigðisstarfsmaður í lögreglubíl Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:00 Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn. Reynsla annarra landa Árið 1978 hóf lögreglan í Bresku Kólumbíu í Kanada samstarf við hjúkrunarfræðinga í útköllum sem tengdust geðrænum vanda. Síðan þá hefur samstarf lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks verið ein af grunnstoðum útkallsþjónustu í fylkinu. Frá árinu 1989 hefur svokallað almannaöryggisteymi, kallað CAHOOTS, verið starfrækt í Oregon-fylki Bandaríkjanna, og önnur teymi víðsvegar um Bandaríkin hafa verið stofnsett í kjölfarið. Verkefni teymanna eru margvísleg, en lögreglan kemur bara við sögu ef útkallið varðar ofbeldisfullan einstakling. Reynslan sýnir að aðeins í örfáum tilfellum þarf að kalla á aðstoð lögreglu. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið komið á fót sérstökum geðheilbrigðissjúkrabíl sem hefur starfað frá árinu 2015. Neyðargeðheilbrigðisteymi á Íslandi Í vikunni sem leið lagði ég ásamt meðflutningsfólki mínu þingsályktunartillögu um að koma á fót neyðargeðheilbrigðisteymi og tryggja því fjármögnun. Teymið yrði skipað heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar, og það myndi sinna neyðarútköllum í tilvikum þar sem einstaklingar á vettvangi eiga við geðrænan vanda og/eða vímuefnavanda að stríða. Á sama tíma þurfum við að valdefla viðbragðsaðila hjá neyðarlínunni og lögreglu með fræðslu svo þau geti metið hvenær þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Aukin lífsgæði Þegar þessir hópar vinna vel saman bætir það lífsgæði allra. Fólk með geðsjúkdóma á auðveldara með að fá geðheilbrigðisþjónustu, lögreglan upplifir færri áföll og minni streitu og geðheilbrigðisstarfsmenn hafa tækifæri til að hafa enn meiri, bein og jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að byggja brýr milli löggæslu og heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega tryggja það að einstaklingar fái rétta þjónustu hverju sinni. Höfundur er varaþingmaður Pírata og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Alþingi Fíkn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn. Reynsla annarra landa Árið 1978 hóf lögreglan í Bresku Kólumbíu í Kanada samstarf við hjúkrunarfræðinga í útköllum sem tengdust geðrænum vanda. Síðan þá hefur samstarf lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks verið ein af grunnstoðum útkallsþjónustu í fylkinu. Frá árinu 1989 hefur svokallað almannaöryggisteymi, kallað CAHOOTS, verið starfrækt í Oregon-fylki Bandaríkjanna, og önnur teymi víðsvegar um Bandaríkin hafa verið stofnsett í kjölfarið. Verkefni teymanna eru margvísleg, en lögreglan kemur bara við sögu ef útkallið varðar ofbeldisfullan einstakling. Reynslan sýnir að aðeins í örfáum tilfellum þarf að kalla á aðstoð lögreglu. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið komið á fót sérstökum geðheilbrigðissjúkrabíl sem hefur starfað frá árinu 2015. Neyðargeðheilbrigðisteymi á Íslandi Í vikunni sem leið lagði ég ásamt meðflutningsfólki mínu þingsályktunartillögu um að koma á fót neyðargeðheilbrigðisteymi og tryggja því fjármögnun. Teymið yrði skipað heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar, og það myndi sinna neyðarútköllum í tilvikum þar sem einstaklingar á vettvangi eiga við geðrænan vanda og/eða vímuefnavanda að stríða. Á sama tíma þurfum við að valdefla viðbragðsaðila hjá neyðarlínunni og lögreglu með fræðslu svo þau geti metið hvenær þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Aukin lífsgæði Þegar þessir hópar vinna vel saman bætir það lífsgæði allra. Fólk með geðsjúkdóma á auðveldara með að fá geðheilbrigðisþjónustu, lögreglan upplifir færri áföll og minni streitu og geðheilbrigðisstarfsmenn hafa tækifæri til að hafa enn meiri, bein og jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að byggja brýr milli löggæslu og heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega tryggja það að einstaklingar fái rétta þjónustu hverju sinni. Höfundur er varaþingmaður Pírata og sálfræðingur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar