Fór í legnám og missir af næstu leikjum Englandsmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:30 Emma Hayes mun missa af næstu leikjum Chelsea. Harriet Lander/Getty Images Þjálfari Englandsmeistara Chelsea, Emma Hayes, mun missa af næstu leikjum liðsins eftir að hafa farið í legnám. Frá þessu greindi hún á Twitter-síðu sinni fyrr í dag, fimmtudag. Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is.
Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira