Fótbolti

Stefán Teitur og fé­lagar eiga raun­hæfa mögu­leika á að komast á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Teitur er í lykilhlutverki hjá Silkeborg.
Stefán Teitur er í lykilhlutverki hjá Silkeborg. EPA-EFE/Ernst van Norde

Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður Silkeborg, spilaði allan leikinn þegar lið hans vann öruggan 5-0 sigur á FCSB frá Rúmeníu í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stefán Teitur og félagar eru í góðum málum þegar tvær umferðir eru eftir.

Líkt og þekkist í Evrópukeppnum hefur Silkeborg nú spilað tvo leiki í röð gegn FCSB, báðir leikirnir hafa endað 5-0 Silkeborg í vil og er liðið því í nokkuð góðum málum fyrir erfiða leiki gegn West Ham United og Anderlecht í B-riðli Sambandsdeildarinnar.

West Ham lagði Anderlecht 2-1 í kvöld sem þýðir að Hamrarnir er á toppi riðilsins með 12 stig og þegar búnir að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppninni. Þar á eftir kemur Silkeborg með sex stig en liðið tapaði naumlega í Belgíu sem og á heimavelli gegn West Ham.

Það stefnir allt í að liðið mæti Anderlecht í hreinum úrslitaleik í lokaumferð riðilsins þar sem Silkeborg heimsækir West Ham í næsut umferð á meðan Anderlecht mætir FCSB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×