Fótbolti

Vilja að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar þarf að mæta í réttinn á mánudaginn.
Neymar þarf að mæta í réttinn á mánudaginn. vísir/Getty

Réttarhöld gegn brasilíska fótboltamanninum Neymar hefjast í næstu viku en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagsskipta hans frá Santos til Barcelona árið 2013.

Það er brasilíska fjárfestingafélagið DIS sem höfðar málið gegn fótboltastjörnunni og að það sækist eftir því að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi.

Neymar er þó ekki eini sakborningurinn í málshöfðuninni því það eru einnig foreldrar hans, fyrrum félög hans, Santos og Barcelona, fyrrum forsetar Barcelona, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell og fyrrum forseti Santos, Odilio Rodrigues.

Fjárfestingafélagið átti fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var hjá Santos. Þeir halda því fram að þeir hafi misst af miklum pening vegna félagsskiptanna til Barcelona þar sem að Neymar hafi verið seldur undir markaðsvirði og að rétt virði samningsins hafi falið fyrir fyrirtækinu.

DIS eignaðist fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var sautján ára og borgaði fyrir það tvær milljónir evra.

Neymar hefur neitað öllum sakargiftum en tókst ekki að fá málinu vísað frá í spænska hæstaréttinum árið 2017 sem opnaði dyrnar fyrir þessu réttarhaldi.

Neymar þarf að mæta sjálfur í réttarsalinn á mánudaginn til að gefa vitnisburð en ekki er ljóst hvort hann þurfi að vera öll réttarhöldin sem gætu tekið tvær vikur.

Auk þess að hann fái fimm ára fangelsisdóm þá vill fjárfestingafélagið einnig frá tíu milljón evra skaðabætur frá Neymar. Þeir vilja einnig að Rosell og Bartomeu fái fimm ára dóm og samtals sækjast þeir eftir 149 milljónum evra í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×