Lífið

„Platan varð eiginlega óvart til“

Elísabet Hanna skrifar
Aron Hannes var að gefa út plötu í dag.
Aron Hannes var að gefa út plötu í dag. Aðsend

„Platan varð eiginlega óvart til,“ segir söngvarinn Aron Hannes Emilsson í samtali við Vísi. Hann var að gefa út plötuna Twenties í dag og nýlega varð hann einnig faðir. Hann segir plötuna vera yfirferð á fyrri helming þrítugsaldursins þar sem hann fer yfir ástina, hugsanir, heimþrá og óöryggið.

Búsettur í Hollandi

Aron er búsettur í Hollandi með kærustunni sinni og nýfæddum syni þeirra. „Ég er enn að átta mig á því að maður sé orðin faðir og á sama tíma að frumsýna hitt barnið sitt. Þessi plata var tveggja ára meðganga. Það er svo sannarlega tilefni til að slútta fyrri helming þrítugsaldursins á þennan hátt.“

Gerði plötuumslagið sjálfur

„Plötuumslagið gerði ég sjálfur. Ég fékk þá hugmynd fyrir ári síðan að mig langaði mögulega að fara í nám við grafíska hönnun. Þá fór ég að prufa mig áfram og vann þetta plötu umslag út frá málverki eftir afa minn. Algjörlega nýtt fyrir mér en klárlega eitthvað sem koma skal í framtíðar útgáfum hjá mér.

Aron Hannes vann plötuumslagið sjálfur.Aron Hannes.

Fylgdu flæðinu

„Ég og Reynir Snær byrjuðum á fyrsta laginu í íbúðinni hans í Liverpool í febrúar 2020. Við erum báðir með svipaðan smekk á tónlist og okkur langaði að gera eitthvað saman sem yrði nánast stefnulaust, fara bara eftir fíling og þá fór boltinn að rúlla hjá okkur,“ segir hann um upphaf plötunnar. 

Hann segir ekki hafa langt um liðið þar til þeir voru búnir að gefa út lögin You og Girl like you

Hann segir tónlistarmennina Berg Einar og Magnús Jóhann hafa komið inn í verkefnið en allir eru þeir með stúdíó aðstöðu í Tónhyl þar sem platan var að mestu leyti tekin upp.

„Ég hef nýverið samið við útgáfu fyrirtækið BMG í Hollandi sem lagahöfundur. Við Reynir að vinna að meiri tónlist og fólk má búast við meira frá okkur von bráðar,“ segir Aron spenntur fyrir framhaldinu.


Tengdar fréttir

Aron Hannes er Jólastjarnan

Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.