KR reyndi að semja aftur við Kjartan: „Gefur karlinum fokk-merki“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2022 12:04 Kjartan Henry Finnbogason sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil en endurkoman hefur ekki gengið upp sem skyldi. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason virðist vera á förum frá KR að loknu tímabilinu. Hann gaf í skyn á Twitter að kveðjurnar frá uppeldisfélaginu væru kaldar. Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira