Innlent

Aukning í fæðingar­þung­lyndi feðra

Bjarki Sigurðsson skrifar
Aukning er í að feður og makar finni fyrir fæðingarþunglyndi.
Aukning er í að feður og makar finni fyrir fæðingarþunglyndi. Getty

Ljósmóðir sem sér um mæðravernd segist hafa orðið vör við aukningu í fæðingarþunglyndi hjá feðrum og mökum. Hægt er að skima alla foreldra, ekki bara mæður.

Karítas Ívarsdóttir, ljósmóðir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem sér um mæðravernd, segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tekið eftir aukningu í fæðingarþunglyndi hjá feðrum og mökum. Hún segir fólk vera meira meðvitað í dag um að fæðingarþunglyndi komi ekki einungis upp hjá þeim sem fæða barn.

„Ég hef unnið í mæðravernd í tuttugu ár og það er mín upplifun að fólk er farið að tala meira um líðan sína,“ segir Karítas.

Í Fréttablaðinu segir að hugmynd hafi komið upp að skima alla foreldra við fæðingarþunglyndi. Karítas telur það afar mikilvægt en til eru spurningalistar til að skima eftir því í feðrum og mökum. Karítas segir það vera næsta skref að skima alla.

„Það er alltaf leið þó að það sé ekki rútíneruð skimun, við getum hjálpað og leiðbeint öllum,“ segir Karítas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×