Innlent

Mikilvægasta stundin í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lítil sem engin skjálftavirkni er í eldstöðinni í Grímsvötnum þessa stundina.
Lítil sem engin skjálftavirkni er í eldstöðinni í Grímsvötnum þessa stundina. Vísir/RAX

Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. 

„Eiginlega óbreytt staða. Það er mögulegt að við höfum séð toppinn af rennslinu undan jökli í nótt. Það er erfitt að sjá það því við erum að meta það út frá jarðskjálftamælum. Við erum ekki með neinn rennslismæli upp við Skeiðarárjökul. Við búumst við, af því gefnu að við höfum séð toppinn, að við sjáum flóðatoppinn í Gígjukvísl niðri við brú mögulega í dag,“ segir starfsmaður eftirlitsspáar Veðurstofunnar í samtali við fréttastofu. 

Á mælum Veðurstofunnar sjást engin merki um aukna jarðskjálftavirkni eða gosóróa. Mikilvægasti tíminn er þegar Grímsvötn tæmast en það mun gerast á svipuðum tíma og flóðatoppurinn er niðri við brúnna hjá Gígjukvísl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×