Verðmæti menningarlæsis Anita Ýrr Taylor skrifar 15. október 2022 14:01 Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun