Birkir Már: Við þurfum að vinna fólkið aftur á völlinn og vera Val til sóma aftur Árni Jóhannsson skrifar 16. október 2022 21:30 Birkir Már Sævarsson gat verið ánægður með framlag sitt í kvöld Hafliði Breiðfjörð Hann fór mikinn hann Birkir Már Sævarsson í sigri Vals á Stjörnunni fyrr í kvöld. Valur vann leikinn 3-0 en leikið var á Origo vellinum að Hlíðarenda. Birkir skoraði, lagði upp mark og lék vel varnarlega í leiknum. Hann var spurður að því hvort hann gæti beðið um mikið meira en það sem gerðist í kvöld. „Nei ég held að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira verandi hægri bakvörður. Ég held að þetta sé nokkuð gott bara.“ Hann var þá spurður að því hvað Valsmenn hefðu gert rétt til að ná í sigurinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki frábær. Við gáfum þeim aðeins of mikið af boltanum en þeir sköpuðu sér hinsvegar ekki mikið af færum aftur á móti. Við vorum ekki alveg nógu mikið með boltann fannst mér. Í seinni hálfleik vorum við með mikið betri stjórn á þessum leik. Eftir annað markið fannst mér við halda boltanum vel og mörkin hefðu getað verið fleiri.“ Birkir var spurður að því hvort það væri hægt að leyfa sér aðeins meira þegar það væri lítið undir á þessum árstíma. „Já það er lítið undir þannig séð en við erum bara að reyna að enda eins ofarlega og við getum. Við viljum allir enda eins hátt og við getum en við vorum að búnir að tapa einhverjum fimm leikjum í röð og það er pressa á því að ná því. Þegar maður er í Val þá er það óasættanlegt að tapa svona mörgum leikjum í röð. Við erum allir að reyna að enda mótið vel og enda í fjórða sætinu.“ Að lokum var Birkir Már spurður út í það hvort Valsmenn væru farnir að huga að næsta tímabili. Hann væri kominn með nýjan samning og tækifæri til að undirbúa næsta tímabila jafnvel. „Svona aftast í höfðinu er næsta tímabil og að gera betur. Við þurfum að vinna fólkið aftur á völlinn og vera Val til sóma aftur.“ Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-0 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann loks leik í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þegar Stjarnan heimsótti Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Sjá meira
Hann var spurður að því hvort hann gæti beðið um mikið meira en það sem gerðist í kvöld. „Nei ég held að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira verandi hægri bakvörður. Ég held að þetta sé nokkuð gott bara.“ Hann var þá spurður að því hvað Valsmenn hefðu gert rétt til að ná í sigurinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki frábær. Við gáfum þeim aðeins of mikið af boltanum en þeir sköpuðu sér hinsvegar ekki mikið af færum aftur á móti. Við vorum ekki alveg nógu mikið með boltann fannst mér. Í seinni hálfleik vorum við með mikið betri stjórn á þessum leik. Eftir annað markið fannst mér við halda boltanum vel og mörkin hefðu getað verið fleiri.“ Birkir var spurður að því hvort það væri hægt að leyfa sér aðeins meira þegar það væri lítið undir á þessum árstíma. „Já það er lítið undir þannig séð en við erum bara að reyna að enda eins ofarlega og við getum. Við viljum allir enda eins hátt og við getum en við vorum að búnir að tapa einhverjum fimm leikjum í röð og það er pressa á því að ná því. Þegar maður er í Val þá er það óasættanlegt að tapa svona mörgum leikjum í röð. Við erum allir að reyna að enda mótið vel og enda í fjórða sætinu.“ Að lokum var Birkir Már spurður út í það hvort Valsmenn væru farnir að huga að næsta tímabili. Hann væri kominn með nýjan samning og tækifæri til að undirbúa næsta tímabila jafnvel. „Svona aftast í höfðinu er næsta tímabil og að gera betur. Við þurfum að vinna fólkið aftur á völlinn og vera Val til sóma aftur.“
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-0 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann loks leik í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þegar Stjarnan heimsótti Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-0 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann loks leik í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þegar Stjarnan heimsótti Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 21:15