Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu? Benedikta Haraldsdóttir skrifar 17. október 2022 16:00 Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga. Þar af leiðandi eru þeir margir orðnir vel kunnugir persónuverndaryfirvöldum og samkeppnisyfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum, en málaflokkarnir hafa hingað til ekki skarast svo um nemur. Í september síðastliðnum gaf aðallögsögumaður Evrópudómstólsins (e. Advocate General) út álit í máli Meta (áður Facebook) gegn Bundeskartellamt (þýska samkeppniseftirlitinu) sem er til meðferðar fyrir Evrópudómstólnum (Mál nr. C-252/21). Málið fjallar um samspil samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, nánar tiltekið heimildir samkeppnisyfirvalda til að taka tillit til persónuverndarlaga við mat á því hvort háttsemi fyrirtækja hafi falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu, og þar af leiðandi brot gegn samkeppnislögum. Í skilningi samkeppnisréttar er fyrirtæki markaðsráðandi þegar það hefur svo mikinn efnahagslegan styrkleika að það geti hindrað virka samkeppni og að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Markaðsráðandi fyrirtækjum ber aukin skylda til þess að keppa á eigin verðleikum við fyrirtæki sem starfa á sama markaði og er óheimilt að misnota markaðsráðandi stöðu sína í samkeppni við þau. Birtingarmyndir misnotkunar í þessum skilningi eru háðar mati í hverju máli fyrir sig og eru alls ekki tæmandi taldar í lögum. Mál Meta varðar ákvörðun sem þýska samkeppniseftirlitið gaf út árið 2019 þess efnis að Meta hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Meta hafði safnað persónuupplýsingum notenda frá þjónustuaðilum sem tengdust Facebook (t.d. Instagram og Whatsapp), sem og frá vefsíðum og smáforritum þriðju aðila, og tengt þær við aðgang notenda á Facebook, m.a. í markaðstilgangi. Birtingarmynd misnotkunarinnar fólst í því að Meta aflaði ekki samþykkis frá notendum fyrir framangreindri söfnun sem fullnægði kröfum persónuverndarlaga. Meta kærði ákvörðun þýska samkeppniseftirlitsins til dómstóls þar í landi sem óskaði eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum. Valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að taka persónuverndarlög til greina Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti sínu að þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ekki lögsögu til þess að úrskurða um brot gegn persónuverndarlögum, gætu þau í tengslum við valdbeitingu sína tekið mið af samræmi einstakra viðskiptahátta við ákvæði persónuverndarlaga með tilfallandi hætti. Brot gegn persónuverndarlögum gæti verið mikilvæg vísbending um það hvort athæfi feli í sér brot gegn samkeppnislögum. Við mat á því hvort háttsemi markaðsráðandi fyrirtækis hafi stuðst við aðrar aðferðir en þær sem gætu talist samkeppni á eigin verðleikum verða samkeppnisyfirvöld að taka til greina lagalegt og hagfræðilegt samhengi háttseminnar í heild, þar með talið persónuverndarlög þar sem við á. Háttsemi sem samræmist lagareglum annarra réttarsviða útilokar ekki að sama háttsemi geti falið í sér brot á samkeppnislögum, en að sama skapi getur brot á persónuverndarlögum ekki sjálfkrafa falið í sér brot gegn samkeppnislögum þrátt fyrir að fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Aðallögsögumaðurinn bendir þó réttilega á að ef mat samkeppnisyfirvalda felur í sér túlkun persónuverndarlaga, sem er á valdsviði persónuverndaryfirvalda, skapist nokkur áhætta á misræmi í túlkun milli þeirra sem gæti sett í uppnám markmið persónuverndarreglugerðarinnar um samræmda túlkun innan EES-svæðisins. Vegna þess beri samkeppnisyfirvöldum að gæta að því að upplýsa og vinna með persónuverndaryfirvöldum að því marki sem unnt er, feli rannsókn á meintu samkeppnisbroti í sér túlkun á persónuverndarlögum. Gildi samþykkis sem notandi veitir fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu fyrir vinnslu persónuupplýsinga Samkvæmt persónuverndarlögum er samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga talið ógilt ef það hefur ekki verið veitt með óþvinguðum og frjálsum hætti. Við mat á því hvort einstaklingur geti veitt óþvingað samþykki hefur valdaójafnvægi milli aðila töluvert vægi. Dómstóllinn var beðinn um álit á því hvort samþykki sem einstaklingur veitir markaðsráðandi fyrirtæki fyrir vinnslu persónuupplýsinga geti talist óþvingað, meðal annars með tilliti til slíks valdaójafnvægis og þess raunverulega valfrelsis sem einstaklingur hefur í slíkum aðstæðum. Lögsögumaður Evrópudómstólsins telur að það að fyrirtæki sem reki samfélagsmiðil sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði feli ekki þá þegar í sér að gildi samþykkis notanda fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum skuli dregið í efa. Slíka stöðu ætti þó að taka til greina við mat á því hvort samþykki teljist hafa verið veitt með frjálsum og óþvinguðum hætti. Hvaða þýðingu hefur álitið í framhaldinu? Hlutverk aðallögsögumanns Evrópudómstólsins er að semja lögfræðilega álitsgerð sem felur í sér tillögu að niðurstöðu dómsins en er ekki bindandi fyrir dómstólinn. Í framkvæmd eru álit aðallögsögumannsins að meginstefnu til tekin til greina og eru yfirleitt leiðbeinandi fyrir niðurstöðu Evrópudómstólsins og eru því töluverðar líkur á því að dómstóllinn komist að efnislega sömu niðurstöðu í málinu og gefi út samsvarandi dóm á næstunni. Gangi það eftir, gæti það haft í för að valdsvið samkeppnisyfirvalda yrði víkkað töluvert á grundvelli þessa fordæmis og næði til þess að leggja mat á lykilálitaefni á sviði persónuverndarréttar. Áhugavert verður að fylgjast með framvindu málsins í framhaldinu, ekki einungis vegna skörunar samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, heldur einnig varðandi álitaefni sem uppi eru í málinu um gildi samþykkis notenda í stafræna hagkerfinu. Evrópuþingið hefur nýverið fullgilt reglugerðina Digital Markets Act sem ætlað er að koma í veg fyrir að tæknirisar viðhafi ósanngjarna viðskiptahætti og er m.a. ætlað að taka á framangreindum álitaefnum, en það á eftir að koma í ljós hvernig innleiðingu hennar í íslenska löggjöf verði háttað. Höfundur er lögmaður á LEX. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Facebook Google Persónuvernd Tækni Samkeppnismál Neytendur Evrópusambandið Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga. Þar af leiðandi eru þeir margir orðnir vel kunnugir persónuverndaryfirvöldum og samkeppnisyfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum, en málaflokkarnir hafa hingað til ekki skarast svo um nemur. Í september síðastliðnum gaf aðallögsögumaður Evrópudómstólsins (e. Advocate General) út álit í máli Meta (áður Facebook) gegn Bundeskartellamt (þýska samkeppniseftirlitinu) sem er til meðferðar fyrir Evrópudómstólnum (Mál nr. C-252/21). Málið fjallar um samspil samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, nánar tiltekið heimildir samkeppnisyfirvalda til að taka tillit til persónuverndarlaga við mat á því hvort háttsemi fyrirtækja hafi falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu, og þar af leiðandi brot gegn samkeppnislögum. Í skilningi samkeppnisréttar er fyrirtæki markaðsráðandi þegar það hefur svo mikinn efnahagslegan styrkleika að það geti hindrað virka samkeppni og að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Markaðsráðandi fyrirtækjum ber aukin skylda til þess að keppa á eigin verðleikum við fyrirtæki sem starfa á sama markaði og er óheimilt að misnota markaðsráðandi stöðu sína í samkeppni við þau. Birtingarmyndir misnotkunar í þessum skilningi eru háðar mati í hverju máli fyrir sig og eru alls ekki tæmandi taldar í lögum. Mál Meta varðar ákvörðun sem þýska samkeppniseftirlitið gaf út árið 2019 þess efnis að Meta hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Meta hafði safnað persónuupplýsingum notenda frá þjónustuaðilum sem tengdust Facebook (t.d. Instagram og Whatsapp), sem og frá vefsíðum og smáforritum þriðju aðila, og tengt þær við aðgang notenda á Facebook, m.a. í markaðstilgangi. Birtingarmynd misnotkunarinnar fólst í því að Meta aflaði ekki samþykkis frá notendum fyrir framangreindri söfnun sem fullnægði kröfum persónuverndarlaga. Meta kærði ákvörðun þýska samkeppniseftirlitsins til dómstóls þar í landi sem óskaði eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum. Valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að taka persónuverndarlög til greina Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti sínu að þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ekki lögsögu til þess að úrskurða um brot gegn persónuverndarlögum, gætu þau í tengslum við valdbeitingu sína tekið mið af samræmi einstakra viðskiptahátta við ákvæði persónuverndarlaga með tilfallandi hætti. Brot gegn persónuverndarlögum gæti verið mikilvæg vísbending um það hvort athæfi feli í sér brot gegn samkeppnislögum. Við mat á því hvort háttsemi markaðsráðandi fyrirtækis hafi stuðst við aðrar aðferðir en þær sem gætu talist samkeppni á eigin verðleikum verða samkeppnisyfirvöld að taka til greina lagalegt og hagfræðilegt samhengi háttseminnar í heild, þar með talið persónuverndarlög þar sem við á. Háttsemi sem samræmist lagareglum annarra réttarsviða útilokar ekki að sama háttsemi geti falið í sér brot á samkeppnislögum, en að sama skapi getur brot á persónuverndarlögum ekki sjálfkrafa falið í sér brot gegn samkeppnislögum þrátt fyrir að fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Aðallögsögumaðurinn bendir þó réttilega á að ef mat samkeppnisyfirvalda felur í sér túlkun persónuverndarlaga, sem er á valdsviði persónuverndaryfirvalda, skapist nokkur áhætta á misræmi í túlkun milli þeirra sem gæti sett í uppnám markmið persónuverndarreglugerðarinnar um samræmda túlkun innan EES-svæðisins. Vegna þess beri samkeppnisyfirvöldum að gæta að því að upplýsa og vinna með persónuverndaryfirvöldum að því marki sem unnt er, feli rannsókn á meintu samkeppnisbroti í sér túlkun á persónuverndarlögum. Gildi samþykkis sem notandi veitir fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu fyrir vinnslu persónuupplýsinga Samkvæmt persónuverndarlögum er samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga talið ógilt ef það hefur ekki verið veitt með óþvinguðum og frjálsum hætti. Við mat á því hvort einstaklingur geti veitt óþvingað samþykki hefur valdaójafnvægi milli aðila töluvert vægi. Dómstóllinn var beðinn um álit á því hvort samþykki sem einstaklingur veitir markaðsráðandi fyrirtæki fyrir vinnslu persónuupplýsinga geti talist óþvingað, meðal annars með tilliti til slíks valdaójafnvægis og þess raunverulega valfrelsis sem einstaklingur hefur í slíkum aðstæðum. Lögsögumaður Evrópudómstólsins telur að það að fyrirtæki sem reki samfélagsmiðil sé í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði feli ekki þá þegar í sér að gildi samþykkis notanda fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum skuli dregið í efa. Slíka stöðu ætti þó að taka til greina við mat á því hvort samþykki teljist hafa verið veitt með frjálsum og óþvinguðum hætti. Hvaða þýðingu hefur álitið í framhaldinu? Hlutverk aðallögsögumanns Evrópudómstólsins er að semja lögfræðilega álitsgerð sem felur í sér tillögu að niðurstöðu dómsins en er ekki bindandi fyrir dómstólinn. Í framkvæmd eru álit aðallögsögumannsins að meginstefnu til tekin til greina og eru yfirleitt leiðbeinandi fyrir niðurstöðu Evrópudómstólsins og eru því töluverðar líkur á því að dómstóllinn komist að efnislega sömu niðurstöðu í málinu og gefi út samsvarandi dóm á næstunni. Gangi það eftir, gæti það haft í för að valdsvið samkeppnisyfirvalda yrði víkkað töluvert á grundvelli þessa fordæmis og næði til þess að leggja mat á lykilálitaefni á sviði persónuverndarréttar. Áhugavert verður að fylgjast með framvindu málsins í framhaldinu, ekki einungis vegna skörunar samkeppnisréttar og persónuverndarréttar, heldur einnig varðandi álitaefni sem uppi eru í málinu um gildi samþykkis notenda í stafræna hagkerfinu. Evrópuþingið hefur nýverið fullgilt reglugerðina Digital Markets Act sem ætlað er að koma í veg fyrir að tæknirisar viðhafi ósanngjarna viðskiptahætti og er m.a. ætlað að taka á framangreindum álitaefnum, en það á eftir að koma í ljós hvernig innleiðingu hennar í íslenska löggjöf verði háttað. Höfundur er lögmaður á LEX.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun