Guðmundar Friðriks er bæði minnst á heimasíðu Hauka og Keilis í dag sem syrgja góðan félaga. Guðmundur Friðrik var stjórnarmaður í handknattleiksdeild Hauka um áraraðir, formaður 1972 til 1978 og svo aftur og 1983 til 1985.
Hann sinnti meðal annars fjárhagsbókhaldi félagsins um áratuga skeið.
„Golfið var honum hugleikið hin seinni ár og hélt hann ásamt öðrum um gólfmót Hauka. Hans er nú sárt saknað og sendir félagið fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur,“ segir á heimasíðu Hauka.
Keilismenn senda fjölskyldu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Á Mbl.is kemur fram að Guðmundur var giftur Kristínu Halldóru Pálsdóttir hjúkrunarforstjóra, sem lést 10. september 2020. Synir Guðmundar eru þeir Jónas Hagan Guðmundsson fæddur 1969 og Magnús Friðrik Guðmundsson fæddur 1985.
Guðmundur var fæddur í Reykjavík 28. júní 1946. Faðir hans var Sigurður Magnús Guðmundsson, fæddur 1923, látin 2010. Móðir hans var Jóna Sigríður Gísladóttir, fædd 1923, látin 2020.
Eftirlifandi systkini Guðmundar eru þau Axel Jónsson, Valgerður Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Björg Sigurðardóttir og Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir.