Innlent

Töluðu líka um að myrða Guð­laug Þór

Árni Sæberg skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er meðal þeirra sem mennirnir tveir eru sagðir hafa talað um að myrða.
Guðlaugur Þór Þórðarson er meðal þeirra sem mennirnir tveir eru sagðir hafa talað um að myrða. Stöð 2/Arnar

Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en Vísir hefur fengið staðfest með óyggjandi hætti að ríkislögreglustjóri hafi látið Guðlaug Þór vita af því að mennirnir hafi rætt að myrða hann. Þeirri tilkynningu hafi verið tekið alvarlega.

Mennirnir tveir hafa setið í gæsluvarðhaldi í tæplega mánuð og voru á dögunum úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Þeir voru handteknir þann 21. september í viðamiklum aðgerðum lögreglu.

Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra.

Ekki hefur náðst í Guðlaug Þór við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×