Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2022 20:43 Ye hefur verið mikið milli tannann á fólki undanfarnar vikur. Getty/Edward Berthelot Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. Kaupin voru tilkynnt í morgun en í þeirri yfirlýsingu kemur fram að vonast sé til þess að kaupin nái að ganga í gegn á næstu vikum. Þar er haft eftir Ye að í „heimi þar sem íhaldssamar skoðanir eru taldar umdeildar“ verði að tryggja málfrelsi fólks. Lokað var á aðgang Ye að Twitter og Instagram nýlega vegna færslna sem taldar voru hvetja til ofbeldis gegn gyðingum. Sjá einnig: Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Í viðtali við Bloomberg segist Ye hafa tekið þessa ákvörðun eftir að honum var úthýst af Twitter og Instagram. „Ég vissi að tími væri kominn að ég eignaðist eigin samfélagsmiðil,“ sagði Ye við blaðamann Bloomberg. „Fólk hefur talað um þetta og minnst á þessa hugmynd í nokkur ár en nú er nóg komið.“ Ye sagði að Parler ætti að vera einhverskonar griðarstaður fólks sem hafi verið úthýst af stóru miðlunum. „Við notum þetta sem net fyrir fólk sem hefur verið lagt í einelti af hugsanalöggunni til að koma og opna sig,“ sagði Ye. Hann sagði notendur geta sagt hvað liggi á brjósti þeirra og að sjálfur notaði hann samfélagsmiðla sem sálfræðing. Hvað Ye mun borga fyrir Parler liggur ekki fyrir en samfélagsmiðillinn er mjög lítill og með fáa virka notendur. Samfélagsmiðillinn var stofnaður árið 2018 en naut lítilla vinsælda, þar til árið 2020 þegar bandarískir íhaldsmenn flykktust þangað. Eftir árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021 var miðillinn þó bannaður í stýrikerfum Google og Apple og dvínuðu vinsældir hans verulega. Þó nokkrir samfélagsmiðlar sem ætlað er að hafa málfrelsi í fyrirrúmi hafa verið stofnaðir vestanhafs á undanförnum árum. Parler varð aftur aðgengilegur í Google Play, smáforritaveitu Google, í síðasta mánuði. Ye sagði blaðamanni Bloomberg að hann hefði rætt við auðjöfurinn Elon Musk í síðustu viku. Sá er að kaupa Twitter en Ye segir að þeir hafi ekki rætt kaupin á Parler. Þá sagðist listamaðurinn ætla að hitta Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í vikunni og bjóða honum á Parler. Ye sagðist einnig ætla að opna síðu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Musk birti meðfylgjandi tíst nú í kvöld og sagði skemmtilega tíma fram undan. pic.twitter.com/bjPbNTeQPG— Elon Musk (@elonmusk) October 17, 2022 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kaupin voru tilkynnt í morgun en í þeirri yfirlýsingu kemur fram að vonast sé til þess að kaupin nái að ganga í gegn á næstu vikum. Þar er haft eftir Ye að í „heimi þar sem íhaldssamar skoðanir eru taldar umdeildar“ verði að tryggja málfrelsi fólks. Lokað var á aðgang Ye að Twitter og Instagram nýlega vegna færslna sem taldar voru hvetja til ofbeldis gegn gyðingum. Sjá einnig: Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Í viðtali við Bloomberg segist Ye hafa tekið þessa ákvörðun eftir að honum var úthýst af Twitter og Instagram. „Ég vissi að tími væri kominn að ég eignaðist eigin samfélagsmiðil,“ sagði Ye við blaðamann Bloomberg. „Fólk hefur talað um þetta og minnst á þessa hugmynd í nokkur ár en nú er nóg komið.“ Ye sagði að Parler ætti að vera einhverskonar griðarstaður fólks sem hafi verið úthýst af stóru miðlunum. „Við notum þetta sem net fyrir fólk sem hefur verið lagt í einelti af hugsanalöggunni til að koma og opna sig,“ sagði Ye. Hann sagði notendur geta sagt hvað liggi á brjósti þeirra og að sjálfur notaði hann samfélagsmiðla sem sálfræðing. Hvað Ye mun borga fyrir Parler liggur ekki fyrir en samfélagsmiðillinn er mjög lítill og með fáa virka notendur. Samfélagsmiðillinn var stofnaður árið 2018 en naut lítilla vinsælda, þar til árið 2020 þegar bandarískir íhaldsmenn flykktust þangað. Eftir árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021 var miðillinn þó bannaður í stýrikerfum Google og Apple og dvínuðu vinsældir hans verulega. Þó nokkrir samfélagsmiðlar sem ætlað er að hafa málfrelsi í fyrirrúmi hafa verið stofnaðir vestanhafs á undanförnum árum. Parler varð aftur aðgengilegur í Google Play, smáforritaveitu Google, í síðasta mánuði. Ye sagði blaðamanni Bloomberg að hann hefði rætt við auðjöfurinn Elon Musk í síðustu viku. Sá er að kaupa Twitter en Ye segir að þeir hafi ekki rætt kaupin á Parler. Þá sagðist listamaðurinn ætla að hitta Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í vikunni og bjóða honum á Parler. Ye sagðist einnig ætla að opna síðu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Musk birti meðfylgjandi tíst nú í kvöld og sagði skemmtilega tíma fram undan. pic.twitter.com/bjPbNTeQPG— Elon Musk (@elonmusk) October 17, 2022
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira