Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2022 20:43 Ye hefur verið mikið milli tannann á fólki undanfarnar vikur. Getty/Edward Berthelot Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. Kaupin voru tilkynnt í morgun en í þeirri yfirlýsingu kemur fram að vonast sé til þess að kaupin nái að ganga í gegn á næstu vikum. Þar er haft eftir Ye að í „heimi þar sem íhaldssamar skoðanir eru taldar umdeildar“ verði að tryggja málfrelsi fólks. Lokað var á aðgang Ye að Twitter og Instagram nýlega vegna færslna sem taldar voru hvetja til ofbeldis gegn gyðingum. Sjá einnig: Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Í viðtali við Bloomberg segist Ye hafa tekið þessa ákvörðun eftir að honum var úthýst af Twitter og Instagram. „Ég vissi að tími væri kominn að ég eignaðist eigin samfélagsmiðil,“ sagði Ye við blaðamann Bloomberg. „Fólk hefur talað um þetta og minnst á þessa hugmynd í nokkur ár en nú er nóg komið.“ Ye sagði að Parler ætti að vera einhverskonar griðarstaður fólks sem hafi verið úthýst af stóru miðlunum. „Við notum þetta sem net fyrir fólk sem hefur verið lagt í einelti af hugsanalöggunni til að koma og opna sig,“ sagði Ye. Hann sagði notendur geta sagt hvað liggi á brjósti þeirra og að sjálfur notaði hann samfélagsmiðla sem sálfræðing. Hvað Ye mun borga fyrir Parler liggur ekki fyrir en samfélagsmiðillinn er mjög lítill og með fáa virka notendur. Samfélagsmiðillinn var stofnaður árið 2018 en naut lítilla vinsælda, þar til árið 2020 þegar bandarískir íhaldsmenn flykktust þangað. Eftir árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021 var miðillinn þó bannaður í stýrikerfum Google og Apple og dvínuðu vinsældir hans verulega. Þó nokkrir samfélagsmiðlar sem ætlað er að hafa málfrelsi í fyrirrúmi hafa verið stofnaðir vestanhafs á undanförnum árum. Parler varð aftur aðgengilegur í Google Play, smáforritaveitu Google, í síðasta mánuði. Ye sagði blaðamanni Bloomberg að hann hefði rætt við auðjöfurinn Elon Musk í síðustu viku. Sá er að kaupa Twitter en Ye segir að þeir hafi ekki rætt kaupin á Parler. Þá sagðist listamaðurinn ætla að hitta Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í vikunni og bjóða honum á Parler. Ye sagðist einnig ætla að opna síðu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Musk birti meðfylgjandi tíst nú í kvöld og sagði skemmtilega tíma fram undan. pic.twitter.com/bjPbNTeQPG— Elon Musk (@elonmusk) October 17, 2022 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kaupin voru tilkynnt í morgun en í þeirri yfirlýsingu kemur fram að vonast sé til þess að kaupin nái að ganga í gegn á næstu vikum. Þar er haft eftir Ye að í „heimi þar sem íhaldssamar skoðanir eru taldar umdeildar“ verði að tryggja málfrelsi fólks. Lokað var á aðgang Ye að Twitter og Instagram nýlega vegna færslna sem taldar voru hvetja til ofbeldis gegn gyðingum. Sjá einnig: Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Í viðtali við Bloomberg segist Ye hafa tekið þessa ákvörðun eftir að honum var úthýst af Twitter og Instagram. „Ég vissi að tími væri kominn að ég eignaðist eigin samfélagsmiðil,“ sagði Ye við blaðamann Bloomberg. „Fólk hefur talað um þetta og minnst á þessa hugmynd í nokkur ár en nú er nóg komið.“ Ye sagði að Parler ætti að vera einhverskonar griðarstaður fólks sem hafi verið úthýst af stóru miðlunum. „Við notum þetta sem net fyrir fólk sem hefur verið lagt í einelti af hugsanalöggunni til að koma og opna sig,“ sagði Ye. Hann sagði notendur geta sagt hvað liggi á brjósti þeirra og að sjálfur notaði hann samfélagsmiðla sem sálfræðing. Hvað Ye mun borga fyrir Parler liggur ekki fyrir en samfélagsmiðillinn er mjög lítill og með fáa virka notendur. Samfélagsmiðillinn var stofnaður árið 2018 en naut lítilla vinsælda, þar til árið 2020 þegar bandarískir íhaldsmenn flykktust þangað. Eftir árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021 var miðillinn þó bannaður í stýrikerfum Google og Apple og dvínuðu vinsældir hans verulega. Þó nokkrir samfélagsmiðlar sem ætlað er að hafa málfrelsi í fyrirrúmi hafa verið stofnaðir vestanhafs á undanförnum árum. Parler varð aftur aðgengilegur í Google Play, smáforritaveitu Google, í síðasta mánuði. Ye sagði blaðamanni Bloomberg að hann hefði rætt við auðjöfurinn Elon Musk í síðustu viku. Sá er að kaupa Twitter en Ye segir að þeir hafi ekki rætt kaupin á Parler. Þá sagðist listamaðurinn ætla að hitta Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í vikunni og bjóða honum á Parler. Ye sagðist einnig ætla að opna síðu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Musk birti meðfylgjandi tíst nú í kvöld og sagði skemmtilega tíma fram undan. pic.twitter.com/bjPbNTeQPG— Elon Musk (@elonmusk) October 17, 2022
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira