Schrödrer og Middleton byrja á meiðslalistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 22:31 Dennis Schröder missir af fyrstu 3-4 vikum tímabilsins. Los Angeles Lakers Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks. NBA tímabilið 2022/2023 hefst með pompi og prakt annað kvöld og verða tveir fyrstu leikir tímabilsins sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Við hefjum herlegheitin á leik Boston Celtics og Philadelphia 76ers. Eftir það er komið að leik meistara Golden State og Los Angeles Lakers. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport búast ekki við miklu af Lakers-liðinu sem var hreint út sagt ömurlegt á síðari hluta síðustu leiktíðar. Liðið hefur skipt um þjálfara en enn er mörgum spurningum ósvarað er varðar þríeykið LeBron James, Anthony Davis og Russell Westbrook. Talið var að staða Westbrook í byrjunarliðinu væri í hætti eftir að Lakers samdi við hinn þýska Dennis Schröder á nýjan leik. Sá mun hins vegar missa af fyrstu þremur til fjórum vikum tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á þumalfingri. Lakers guard Dennis Schroder will undergo surgery on his injured thumb and will miss three-to-four weeks, coach Darvin Ham says.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 Milwaukee Bucks verða einnig án eins af burðarásum liðsins í upphafi tímabils en Khris Middleton verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð á úlnlið. Bucks ættu þó að vera ágætis málum þar sem Giannis Antetokounmpo mætir ferskur til leiks eftir að hafa hitað vel upp á Evrópumótinu fyrr í sumar. Milwaukee Bucks All-Star Khris Middleton is expected to miss the first few weeks of the regular season as he rehabs from offseason wrist surgery, sources tell @TheAthletic @Stadium. Middleton said at Media Day that he did not expect to play in the season opener this week.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 NBA deildin fer eins og áður sagði af stað annað kvöld. Klukkan 23.30 hefst útsending frá leik Boston og Philadelphia. Klukkan 02.00 er svo komið að Stephen Curry og LeBron James þegar Golden State og Lakers mætast. Körfubolti NBA Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
NBA tímabilið 2022/2023 hefst með pompi og prakt annað kvöld og verða tveir fyrstu leikir tímabilsins sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Við hefjum herlegheitin á leik Boston Celtics og Philadelphia 76ers. Eftir það er komið að leik meistara Golden State og Los Angeles Lakers. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport búast ekki við miklu af Lakers-liðinu sem var hreint út sagt ömurlegt á síðari hluta síðustu leiktíðar. Liðið hefur skipt um þjálfara en enn er mörgum spurningum ósvarað er varðar þríeykið LeBron James, Anthony Davis og Russell Westbrook. Talið var að staða Westbrook í byrjunarliðinu væri í hætti eftir að Lakers samdi við hinn þýska Dennis Schröder á nýjan leik. Sá mun hins vegar missa af fyrstu þremur til fjórum vikum tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á þumalfingri. Lakers guard Dennis Schroder will undergo surgery on his injured thumb and will miss three-to-four weeks, coach Darvin Ham says.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 Milwaukee Bucks verða einnig án eins af burðarásum liðsins í upphafi tímabils en Khris Middleton verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð á úlnlið. Bucks ættu þó að vera ágætis málum þar sem Giannis Antetokounmpo mætir ferskur til leiks eftir að hafa hitað vel upp á Evrópumótinu fyrr í sumar. Milwaukee Bucks All-Star Khris Middleton is expected to miss the first few weeks of the regular season as he rehabs from offseason wrist surgery, sources tell @TheAthletic @Stadium. Middleton said at Media Day that he did not expect to play in the season opener this week.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 NBA deildin fer eins og áður sagði af stað annað kvöld. Klukkan 23.30 hefst útsending frá leik Boston og Philadelphia. Klukkan 02.00 er svo komið að Stephen Curry og LeBron James þegar Golden State og Lakers mætast.
Körfubolti NBA Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira