Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 08:31 Þorleifur Þorleifsson fagnaði sigri með því að bíta í gullpeninginn. Fésbókin/Bakgarður Náttúruhlaupa Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. Bakgarðshlaupið fer þannig fram að keppendur fá klukkutíma til að hlaupa einn hring á brautinni sem var 6,7 kílómetrar. Hver keppandi reynir svo að hlaupa eins marga hringi og hann getur en fellur úr leik ef hann fer yfir klukkutímamarkið á hring. Þorleifur kláraði 37 hringi eða samtals 247,9 kílómetra. Hann fagnaði sigri eftir að hafa hlaupið samfellt frá klukkan tólf á hádegi á laugardegi til klukkan eitt aðfaranótt mánudagsins. Hann hafði betur gegn Mari Järsk sem lenti í öðru sæti og vann sér um leið þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í bakgarðshlaupum á næsta ári. „Mér líður bara mjög vel. Ég náði að sofa svona í fjóra tíma í nótt, vaknaði hálf níu og var bara nokkuð hress. Sofnaði síðan aftur eftir hádegi og fíla mig bara mjög vel núna. Ég er smá þreyttur en skrokkurinn er alveg fínn,“ sagði Þorleifur Þorleifsson í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar tvö. „Ég var sjálfur búinn að setja mér það markmið að klára alla vega tvo sólarhringa og langaði að ná fimmtíu hringjum. Ég held að ég hefði alltaf náð því en svo veit maður aldrei. Mér leið mjög vel enn þá,“ sagði Þorleifur. „Erfiðasta var að það var að byrja að kólna þegar hún [Mari Järsk] dettur út. Ég fann alveg að ég var að stirna upp akkúrat þá en leið í rauninni alveg mjög vel,“ sagði Þorleifur en hvað fer í gegnum hugann á manni þegar maður hleypur samfellt í 37 klukkustundir. „Bara allt. Í rauninni er hausinn út um allt allan tímann en svo líður þetta svo ótrúlega hratt. Þetta er sami hringur og leiðin verður hálfgerður vani. Þú ert því svolítið að hugsa: Á ég að skipta um skó í næsta hléi og byrjar því að hugsa mikið þannig. Tíminn líður ótrúlega. Svo hlustar maður á einhverja tónlist og það er því allt og ekkert sem maður hugsar um,“ sagði Þorleifur. Þá má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum stendur enn yfir því í morgun voru enn sextán manns að hlaupa þegar 69 klukkutímar voru liðnir síðan keppnin fór af stað. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Bakgarðshlaupið fer þannig fram að keppendur fá klukkutíma til að hlaupa einn hring á brautinni sem var 6,7 kílómetrar. Hver keppandi reynir svo að hlaupa eins marga hringi og hann getur en fellur úr leik ef hann fer yfir klukkutímamarkið á hring. Þorleifur kláraði 37 hringi eða samtals 247,9 kílómetra. Hann fagnaði sigri eftir að hafa hlaupið samfellt frá klukkan tólf á hádegi á laugardegi til klukkan eitt aðfaranótt mánudagsins. Hann hafði betur gegn Mari Järsk sem lenti í öðru sæti og vann sér um leið þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í bakgarðshlaupum á næsta ári. „Mér líður bara mjög vel. Ég náði að sofa svona í fjóra tíma í nótt, vaknaði hálf níu og var bara nokkuð hress. Sofnaði síðan aftur eftir hádegi og fíla mig bara mjög vel núna. Ég er smá þreyttur en skrokkurinn er alveg fínn,“ sagði Þorleifur Þorleifsson í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar tvö. „Ég var sjálfur búinn að setja mér það markmið að klára alla vega tvo sólarhringa og langaði að ná fimmtíu hringjum. Ég held að ég hefði alltaf náð því en svo veit maður aldrei. Mér leið mjög vel enn þá,“ sagði Þorleifur. „Erfiðasta var að það var að byrja að kólna þegar hún [Mari Järsk] dettur út. Ég fann alveg að ég var að stirna upp akkúrat þá en leið í rauninni alveg mjög vel,“ sagði Þorleifur en hvað fer í gegnum hugann á manni þegar maður hleypur samfellt í 37 klukkustundir. „Bara allt. Í rauninni er hausinn út um allt allan tímann en svo líður þetta svo ótrúlega hratt. Þetta er sami hringur og leiðin verður hálfgerður vani. Þú ert því svolítið að hugsa: Á ég að skipta um skó í næsta hléi og byrjar því að hugsa mikið þannig. Tíminn líður ótrúlega. Svo hlustar maður á einhverja tónlist og það er því allt og ekkert sem maður hugsar um,“ sagði Þorleifur. Þá má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum stendur enn yfir því í morgun voru enn sextán manns að hlaupa þegar 69 klukkutímar voru liðnir síðan keppnin fór af stað.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39
Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44