„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Guðlaugur Þór segir að honum hafi brugðið við að heyra fregnirnar. Vísir/Vilhelm Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. Guðlaugur segir að lögregla hafi upplýst hann strax eftir að upp komst um málið fyrir nokkrum vikum að mennirnir hafi rætt um að myrða hann. Honum hafi verið verulega brugðið vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Við búum við það Íslendingar að búa í öruggu umhverfi og við viljum hafa það þannig en við tökum því sem gefnu og vonandi verður það um alla tíð. En jú þetta var hins vegar óþægilegt að fá þessar fregnir,“ segir hann enn fremur. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefðu einnig talað um að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata komið upp í samtölum þeirra. Guðlaugur kveðst ekki vita nákvæmlega af hverju hann var nefndur í samskiptum mannanna og af hverju þeir vildu myrða hann. „Það kom ekki fram af hverju en vanalegast er það nú út af því að stjórnmálamenn segja eitthvað eða gera eitthvað. Ég mun nú ekki víkja neitt frá minni sannfæringu frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að þetta kom upp,“ segir Guðlaugur. „Ég hef ég alla tíð barist fyrir frelsi einstaklinga sama hverjir þeir eru og kannski var það eitthvað sem hugnaðist mönnum ekki, ég kann ekki að segja frá því. Aðalatriðið er bara þetta, mér fannst viðbrögð lögreglu vera góð og fumlaus og við skulum vera ánægð með það,“ segir hann enn fremur. „Það er mitt markmið að vera ekki að gera neitt sem geti truflað rannsóknarhagsmuni, ég held að það sé mjög mikilvægt að lögreglan og þar til bærir aðilar fái að vinna áfram að þessu máli,“ segir Guðlaugur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Guðlaugur segir að lögregla hafi upplýst hann strax eftir að upp komst um málið fyrir nokkrum vikum að mennirnir hafi rætt um að myrða hann. Honum hafi verið verulega brugðið vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Við búum við það Íslendingar að búa í öruggu umhverfi og við viljum hafa það þannig en við tökum því sem gefnu og vonandi verður það um alla tíð. En jú þetta var hins vegar óþægilegt að fá þessar fregnir,“ segir hann enn fremur. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefðu einnig talað um að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata komið upp í samtölum þeirra. Guðlaugur kveðst ekki vita nákvæmlega af hverju hann var nefndur í samskiptum mannanna og af hverju þeir vildu myrða hann. „Það kom ekki fram af hverju en vanalegast er það nú út af því að stjórnmálamenn segja eitthvað eða gera eitthvað. Ég mun nú ekki víkja neitt frá minni sannfæringu frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að þetta kom upp,“ segir Guðlaugur. „Ég hef ég alla tíð barist fyrir frelsi einstaklinga sama hverjir þeir eru og kannski var það eitthvað sem hugnaðist mönnum ekki, ég kann ekki að segja frá því. Aðalatriðið er bara þetta, mér fannst viðbrögð lögreglu vera góð og fumlaus og við skulum vera ánægð með það,“ segir hann enn fremur. „Það er mitt markmið að vera ekki að gera neitt sem geti truflað rannsóknarhagsmuni, ég held að það sé mjög mikilvægt að lögreglan og þar til bærir aðilar fái að vinna áfram að þessu máli,“ segir Guðlaugur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11
Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57
Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47