Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:38 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að það sé gömul saga og ný að verð lækki sjaldnast hér á landi þrátt fyrir að þær breytur sem þrýstu upp verði hafi gengið til baka. Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. Mesta lækkunin varð í júlí þegar vísitalan fór úr 154,7 niður í 140,6 en síðan þá hefur alþjóðleg vísitala hrávöruverðs farið niður á við, statt og stöðugt, og er nú á pari við það sem hún mældist í janúar fyrir innrás Rússa. Sjáum við sömu þróun á Íslandi? „Nei. Við sjáum ekki að lækkun á heimsmarkaðsverði á matvælum skili sér hingað. Allavega ekki ennþá,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. source: tradingeconomics.com En hvers vegna eru íslenskir kaupmenn svona seinir að bregðast við? „Það er auðvitað gömul saga og ný að verð lækkar sjaldnast hér, og jafnvel þrátt fyrir að þeir þættir, sem ýttu upphaflega undir hækkað verðlag, gangi til baka þá sjáum við verð mjög sjaldan lækka hér. Það á við í þessu tilfelli. Við sjáum að bensín hefur lækkað aðeins í verði síðustu mánuði og gengisveikingin sem var mikil í COVID og var talað um að hefði áhrif á verðhækkanir, hefur algjörlega gengið til baka þannig að við erum heldur ekki að sjá endurspeglast í verðlagi.“ Verðbólga kemur verst niður á þeim sem hafa minnst á milli handanna og mega illa við hækkunum á nauðsynjum. „Það eru auðvitað bæði matvara og gjöld sem tengjast samgöngum; bifreiðar og bensín sem vega langþyngst í útgjöldum heimilanna þannig að þetta er bara mjög alvarlegt mál og gríðarlega mikilvægt að verslanirnar bregðist við og skili lækkunum út í verðlagið til neytenda en haldi þessu ekki bara eftir. Miðað við hagnaðartölur fyrirtækjanna þá ætti að vera fullt svigrúm til þess.“ Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Mesta lækkunin varð í júlí þegar vísitalan fór úr 154,7 niður í 140,6 en síðan þá hefur alþjóðleg vísitala hrávöruverðs farið niður á við, statt og stöðugt, og er nú á pari við það sem hún mældist í janúar fyrir innrás Rússa. Sjáum við sömu þróun á Íslandi? „Nei. Við sjáum ekki að lækkun á heimsmarkaðsverði á matvælum skili sér hingað. Allavega ekki ennþá,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. source: tradingeconomics.com En hvers vegna eru íslenskir kaupmenn svona seinir að bregðast við? „Það er auðvitað gömul saga og ný að verð lækkar sjaldnast hér, og jafnvel þrátt fyrir að þeir þættir, sem ýttu upphaflega undir hækkað verðlag, gangi til baka þá sjáum við verð mjög sjaldan lækka hér. Það á við í þessu tilfelli. Við sjáum að bensín hefur lækkað aðeins í verði síðustu mánuði og gengisveikingin sem var mikil í COVID og var talað um að hefði áhrif á verðhækkanir, hefur algjörlega gengið til baka þannig að við erum heldur ekki að sjá endurspeglast í verðlagi.“ Verðbólga kemur verst niður á þeim sem hafa minnst á milli handanna og mega illa við hækkunum á nauðsynjum. „Það eru auðvitað bæði matvara og gjöld sem tengjast samgöngum; bifreiðar og bensín sem vega langþyngst í útgjöldum heimilanna þannig að þetta er bara mjög alvarlegt mál og gríðarlega mikilvægt að verslanirnar bregðist við og skili lækkunum út í verðlagið til neytenda en haldi þessu ekki bara eftir. Miðað við hagnaðartölur fyrirtækjanna þá ætti að vera fullt svigrúm til þess.“
Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira