Handbolti

Íslensku liðin mæta Elche og Madeira

Sindri Sverrisson skrifar
Bikarmeistarar Vals, sem einnig unnu meistarakeppni HSÍ í haust, mæta spænsku liði.
Bikarmeistarar Vals, sem einnig unnu meistarakeppni HSÍ í haust, mæta spænsku liði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Valskonur drógust gegn spænska liðinu Elche og Eyjakonur gegn portúgalska liðinu Madeira þegar dregið var í 32 liða úrslit Evrópubikarsins í handbolta í dag.

ÍBV er eitt þriggja liða sem enn eru í keppninni sem komust í 8-liða úrslitin á síðustu leiktíð. Eyjakonur komust áfram með því að slá út OFN Ionias frá Grikklandi í tveggja leikja einvígi í Vestmannaeyjum um helgina. Ionias vann reyndar fyrri leikinn 21-20 en ÍBV svaraði fyrir sig með 27-22 sigri og komst þannig áfram í gegnum 2. umferð.

Valur komst í 32-liða úrslitin með því að slá út Dunajská Streda í einvígi sem leikið var í Slóvakíu. Valskonur töpuðu 29-26 í fyrri leiknum en unnu svo sjö marka sigur í þeim seinni, 31-24.

Spilað verður í 32-liða úrslitunum í desember, helgarnar 3.-4. og 10.-11. desember.

Drátturinn í 32-liða úrslit Evrópubikars kvenna í handbolta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×