Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. október 2022 07:01 Sturla Jóhann Hreinsson vinnusálfræðingur og ráðningaþjálfari hjá Vertu Betri segir að oft séu vinnuveitendur að fara yfir hundrað umsóknir um góð störf og því þurfi fólk að átta sig á því að ferilskráin þeirra fær oft aðeins nokkrar sekúndur til að ná athygli umfram aðra. Sturla aðstoðar fólk sem er að sækja um starf eða vill skipta um starf. Vísir/Vilhelm „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. Á þessu ári hefur Atvinnulífið fjallað töluvert um Stóru uppsögnina (e. The Great Resignation) en innlendar og erlendar mælingar sýna að meira er um það en nokkru sinni fyrr að fólk færir sig á milli starfa. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er falast eftir góðum ráðum fyrir fólk sem er í atvinnuleit: Ætlar að skipta um starf eða er á milli starfa. Margir væru til í aðstoð Sturla starfaði í tíu ár sem mannauðstjóri Landsvirkjunar, rak áður sálfræðistofu sem vinnusálfræðingur en í sjö ár fyrir þann tíma var hann mannauðstóri Nýherja, nú Origo. Sturla hefur líka menntað sig í alþjóðlegri stjórnun í Frakklandi og segir ráðgjafastarfið hjá Vertu Betri því oft vera „allt í bland.“ „Þetta blandast allt saman. Reynslan sem vinnusálfræðingur, stjórnendaráðgjafi og mannauðstjóri. Þannig að ég er oft í stjórnendaráðgjöf líka en hugmyndin að Vertu Betri varð þó til sem hugmynd að þjónustu fyrir fólk sem er í atvinnuleit.“ Starfsframaþjálfar eru þekktir erlendis, á ensku Career Coach. Sturla segir hugmyndina af Vertu Betri þó byggja á því hvernig hann upplifir markaðinn hér heima. Ég hef sjálfur reynslu af því að fara yfir og meta hundruði umsókna um starf. Og mín upplifun er sú að mörgum í atvinnuleit gæti nýst mjög vel að fá aðstoð við að gera ferilskránna sína eða kynningarbréfið. Í þjónustunni hjá mér tökum við líka æfingar atvinnuviðtal en fyrsta skrefið í öllum undirbúningnum er þó að skoða þann fókus sem viðkomandi umsækjandi hefur fyrir næsta starf.“ Sturla segist vita til þess að ráðningastofur reyni oft að sinna þessu hlutverki, en hafi kannski ekki alltaf svigrúm til þess. Þá sé líka spurning um hversu jákvætt það er að ráðningastofa aðstoði einn umsækjanda umfram aðra. „Ég kem hins vegar að borði sem óháður aðili og tel það vera mikilvægt. Enda byggir þjónustan á að gefa sér tíma með viðskiptavininum og fara yfir umsóknarferilinn heildrænt. Fyrir þann sem er að sækja um starf er þetta því svolítið eins og að fá partner til að taka þennan feril með sér.“ Eitt af því sem Sturla gerir með sínum viðskiptavinum er að taka upp æfinga-atvinnuviðtal sem viðskiptavinurinn fær síðan endurgjöf á og nýtir sér til að sjá hvða mætti betur fara. Því í atvinnuviðtali geta aðeins nokkrar sekúndur skorið úr um framhaldið.Vísir/Vilhelm Viðtalsþjálfun með æfingarviðtali Sturla segir öll gögn vel varðveitt því hann styðjist við Kara Connect kerfið sem margir sálfræðingar og aðrir sérfræðingar nota. Þá er Vertu Betri með viðurkennt ráðningakerfi sem Sturla segir með vilja gert að nota. „Því strax þar þarf viðskiptavinurinn að æfa sig í að fylla út í umsóknarkerfi og senda inn gögn.“ Þótt stutt sé síðan Sturla fór af stað með Vertu Betri, er hann strax kominn með nokkra viðskiptavini og fleiri á leiðinni. „Eitt sem er strax að sýna sig sem mikilvægt atriði er að ræða vel og skerpa á fókusnum. Með réttstilltum fókus er til dæmis hægt að lyfta kynningarbréfinu alveg upp og svo framvegis.“ Liður í ráðgjöfinni er æfing á áðurnefndu atvinnuviðtali. Æfingar atvinnuviðtalið er tekið upp og viðskiptavinurinn fær síðan endurgjöf á það hvað hefði betur mátt fara í viðtalinu. Þessi viðtalsþjálfun getur leiðbeint viðkomandi mjög vel og er góður undirbúningur undir umsóknarferilinn sjálfan,“ segir Sturla og bætir við: „Eitt af því sem við förum til dæmis yfir eru spurningarnar sem gott er að umsækjandinn spyrji vinnuveitandann um. Að spyrja réttu spurninganna er skýrt merki um að umsækjandinn er vel undirbúinn.“ Þá segir Sturla að farið sé yfir upplýsingarnar um viðkomandi á netinu, til dæmis LinkedIn. En þótt ráðgjöf og þjónusta sem þessi sé þekkt fyrirbæri erlendis, hefur staðan ekki verið sú sama hér. Er svona þjónusta dýr? „Nei ég myndi ekki segja það. Því ef markmiðið þitt er að komast í betra starf eða jafnvel draumastarfið þitt er þjónustugjaldið sem þú greiðir til mín lágt hlutfall af því sem fylgir nýju starfi,“ svarar Sturla og bætir því líka við að allar líkur séu líka á því að viðkomandi verði ánægðari í nýja starfinu. Það markmið eitt og sér sé hluti af því að vilja skipta um starf. Þótt þjónustan sé opin fyrir alla í atvinnuleit, segir Sturla að líklegur markhópur til að nýta sér ráðgjöf sem þessa sé markhópurinn stjórnendur og sérfræðingar. En telur þú einhvern mun á kynslóðum, hvort þörfin á aðstoð á milli kynslóða geti til dæmis verið ólík? „Já ég held að það geti vel átt við. Í dag eru mörg atvinnuviðtöl að færast yfir á rafrænt form svo ég nefni dæmi. Og þar held ég að eldri umsækjendur þyrftu kannski meiri aðstoð í viðtalsþjálfun heldur en unga fólkið. Því yngra fólk er hreinlega vanari þessu rafræna umhverfi og finnst eðlilegt að koma fram í því.“ Góðu ráðin En miðað við þá reynslu sem þú hefur sjálfur af því að meta umsækjendur, hvaða atriði dettur þér fyrst í hug sem atriði sem fólk ætti að reyna að betrumbæta? „Ég myndi nefna ferilskránna og það að passa sig á því að nota ekki sömu ferilskránna fyrir ólík störf ef verið er að senda inn umsóknir til mismunandi vinnustaða. Því það á hreinlega ekki alltaf við að vera með sömu upplýsingarnar.“ Sturla segir gott fyrir fólk í atvinnuleit að vera meðvitað um þessar örfáu sekúndur sem það hefur hjá vinnuveitendum til að skara fram úr. Hvort heldur sem er með ferilskránni eða í atvinnuviðtali. Það getur ráðist af fyrstu sekúndunum í atvinnuviðtali hvernig fólk er að upplifa þig. Þess vegna skiptir undirbúningurinn svo miklu máli. Í atvinnuviðtali er mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja og hvernig maður ætlar að segja þá sögu.“ Sturla segir þetta dæmi um þann fókus sem hann nefndi áðan að væri svo mikilvægt að rýna í áður en umsókn er send inn til vinnuveitanda. „Það að vera búinn að fara yfir styrkleikana, veikleikana. Hvert þitt framlag er og hvað þú ætlar að koma með að borðinu. Allt eru þetta atriði sem gera þig sterkari sem umsækjanda um gott starf.“ Sjálfur miðar Sturla við að þjónusta Vertu Betri verði meira og minna á netinu. Enda Kara Connect kerfið byggt á utanumhald utan um rafræna sérfræðiþjónustu. „Allt sem mögulega hentar vel á netinu er að færast á netið. Það er meira að segja farið að verða svolítið um það að fólk sendir inn stutt myndbönd af sér frekar en ferilskrá þannig að öll þessi veröld er breytt.“ Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Fjarvinna Tengdar fréttir Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Á þessu ári hefur Atvinnulífið fjallað töluvert um Stóru uppsögnina (e. The Great Resignation) en innlendar og erlendar mælingar sýna að meira er um það en nokkru sinni fyrr að fólk færir sig á milli starfa. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er falast eftir góðum ráðum fyrir fólk sem er í atvinnuleit: Ætlar að skipta um starf eða er á milli starfa. Margir væru til í aðstoð Sturla starfaði í tíu ár sem mannauðstjóri Landsvirkjunar, rak áður sálfræðistofu sem vinnusálfræðingur en í sjö ár fyrir þann tíma var hann mannauðstóri Nýherja, nú Origo. Sturla hefur líka menntað sig í alþjóðlegri stjórnun í Frakklandi og segir ráðgjafastarfið hjá Vertu Betri því oft vera „allt í bland.“ „Þetta blandast allt saman. Reynslan sem vinnusálfræðingur, stjórnendaráðgjafi og mannauðstjóri. Þannig að ég er oft í stjórnendaráðgjöf líka en hugmyndin að Vertu Betri varð þó til sem hugmynd að þjónustu fyrir fólk sem er í atvinnuleit.“ Starfsframaþjálfar eru þekktir erlendis, á ensku Career Coach. Sturla segir hugmyndina af Vertu Betri þó byggja á því hvernig hann upplifir markaðinn hér heima. Ég hef sjálfur reynslu af því að fara yfir og meta hundruði umsókna um starf. Og mín upplifun er sú að mörgum í atvinnuleit gæti nýst mjög vel að fá aðstoð við að gera ferilskránna sína eða kynningarbréfið. Í þjónustunni hjá mér tökum við líka æfingar atvinnuviðtal en fyrsta skrefið í öllum undirbúningnum er þó að skoða þann fókus sem viðkomandi umsækjandi hefur fyrir næsta starf.“ Sturla segist vita til þess að ráðningastofur reyni oft að sinna þessu hlutverki, en hafi kannski ekki alltaf svigrúm til þess. Þá sé líka spurning um hversu jákvætt það er að ráðningastofa aðstoði einn umsækjanda umfram aðra. „Ég kem hins vegar að borði sem óháður aðili og tel það vera mikilvægt. Enda byggir þjónustan á að gefa sér tíma með viðskiptavininum og fara yfir umsóknarferilinn heildrænt. Fyrir þann sem er að sækja um starf er þetta því svolítið eins og að fá partner til að taka þennan feril með sér.“ Eitt af því sem Sturla gerir með sínum viðskiptavinum er að taka upp æfinga-atvinnuviðtal sem viðskiptavinurinn fær síðan endurgjöf á og nýtir sér til að sjá hvða mætti betur fara. Því í atvinnuviðtali geta aðeins nokkrar sekúndur skorið úr um framhaldið.Vísir/Vilhelm Viðtalsþjálfun með æfingarviðtali Sturla segir öll gögn vel varðveitt því hann styðjist við Kara Connect kerfið sem margir sálfræðingar og aðrir sérfræðingar nota. Þá er Vertu Betri með viðurkennt ráðningakerfi sem Sturla segir með vilja gert að nota. „Því strax þar þarf viðskiptavinurinn að æfa sig í að fylla út í umsóknarkerfi og senda inn gögn.“ Þótt stutt sé síðan Sturla fór af stað með Vertu Betri, er hann strax kominn með nokkra viðskiptavini og fleiri á leiðinni. „Eitt sem er strax að sýna sig sem mikilvægt atriði er að ræða vel og skerpa á fókusnum. Með réttstilltum fókus er til dæmis hægt að lyfta kynningarbréfinu alveg upp og svo framvegis.“ Liður í ráðgjöfinni er æfing á áðurnefndu atvinnuviðtali. Æfingar atvinnuviðtalið er tekið upp og viðskiptavinurinn fær síðan endurgjöf á það hvað hefði betur mátt fara í viðtalinu. Þessi viðtalsþjálfun getur leiðbeint viðkomandi mjög vel og er góður undirbúningur undir umsóknarferilinn sjálfan,“ segir Sturla og bætir við: „Eitt af því sem við förum til dæmis yfir eru spurningarnar sem gott er að umsækjandinn spyrji vinnuveitandann um. Að spyrja réttu spurninganna er skýrt merki um að umsækjandinn er vel undirbúinn.“ Þá segir Sturla að farið sé yfir upplýsingarnar um viðkomandi á netinu, til dæmis LinkedIn. En þótt ráðgjöf og þjónusta sem þessi sé þekkt fyrirbæri erlendis, hefur staðan ekki verið sú sama hér. Er svona þjónusta dýr? „Nei ég myndi ekki segja það. Því ef markmiðið þitt er að komast í betra starf eða jafnvel draumastarfið þitt er þjónustugjaldið sem þú greiðir til mín lágt hlutfall af því sem fylgir nýju starfi,“ svarar Sturla og bætir því líka við að allar líkur séu líka á því að viðkomandi verði ánægðari í nýja starfinu. Það markmið eitt og sér sé hluti af því að vilja skipta um starf. Þótt þjónustan sé opin fyrir alla í atvinnuleit, segir Sturla að líklegur markhópur til að nýta sér ráðgjöf sem þessa sé markhópurinn stjórnendur og sérfræðingar. En telur þú einhvern mun á kynslóðum, hvort þörfin á aðstoð á milli kynslóða geti til dæmis verið ólík? „Já ég held að það geti vel átt við. Í dag eru mörg atvinnuviðtöl að færast yfir á rafrænt form svo ég nefni dæmi. Og þar held ég að eldri umsækjendur þyrftu kannski meiri aðstoð í viðtalsþjálfun heldur en unga fólkið. Því yngra fólk er hreinlega vanari þessu rafræna umhverfi og finnst eðlilegt að koma fram í því.“ Góðu ráðin En miðað við þá reynslu sem þú hefur sjálfur af því að meta umsækjendur, hvaða atriði dettur þér fyrst í hug sem atriði sem fólk ætti að reyna að betrumbæta? „Ég myndi nefna ferilskránna og það að passa sig á því að nota ekki sömu ferilskránna fyrir ólík störf ef verið er að senda inn umsóknir til mismunandi vinnustaða. Því það á hreinlega ekki alltaf við að vera með sömu upplýsingarnar.“ Sturla segir gott fyrir fólk í atvinnuleit að vera meðvitað um þessar örfáu sekúndur sem það hefur hjá vinnuveitendum til að skara fram úr. Hvort heldur sem er með ferilskránni eða í atvinnuviðtali. Það getur ráðist af fyrstu sekúndunum í atvinnuviðtali hvernig fólk er að upplifa þig. Þess vegna skiptir undirbúningurinn svo miklu máli. Í atvinnuviðtali er mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja og hvernig maður ætlar að segja þá sögu.“ Sturla segir þetta dæmi um þann fókus sem hann nefndi áðan að væri svo mikilvægt að rýna í áður en umsókn er send inn til vinnuveitanda. „Það að vera búinn að fara yfir styrkleikana, veikleikana. Hvert þitt framlag er og hvað þú ætlar að koma með að borðinu. Allt eru þetta atriði sem gera þig sterkari sem umsækjanda um gott starf.“ Sjálfur miðar Sturla við að þjónusta Vertu Betri verði meira og minna á netinu. Enda Kara Connect kerfið byggt á utanumhald utan um rafræna sérfræðiþjónustu. „Allt sem mögulega hentar vel á netinu er að færast á netið. Það er meira að segja farið að verða svolítið um það að fólk sendir inn stutt myndbönd af sér frekar en ferilskrá þannig að öll þessi veröld er breytt.“
Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Fjarvinna Tengdar fréttir Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00
Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01
Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00