Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2022 21:01 Díana og Guðbjörg en hún er elsti núlifandi Sunnlendingurinn, 103 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg. Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg.
Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira