Notendur strætó eru augljóslega vandamálið Geir Finnsson skrifar 19. október 2022 07:00 Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Strætó Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar