Klopp: Ég myndi hata sjálfan mig ef þetta væri satt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 08:01 Jürgen Klopp var yfirspenntur í leik Liverpool og Manchester City á Anfield um helgina. Getty/Laurence Griffiths/ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið sakaður um útlendingahatur eftir ummæli sín um Manchester City um helgina og það af forráðamönnum City. Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira