Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 09:23 Í votum mýrum safnast upp lífrænt efni sökum þess að gróðurleifar rotna ekki vegna skorts á súrefni. Þegar votlendi er ræst fram með skurðum og vatn hverfur frá, hefst niðurbrot eða rotnun þessa lífræna efnis þegar örverur nýta sér orkuna úr því og við það losnar koldíoxíð út í andrúmsloftið. Votlendissjóður Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira