Bandarískir uppgjafarherforingjar flykkjast í þjónustu krónprinsins Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 11:01 Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur raðað í kringum sig bandarískum uppgjafarhershöfðingjum í ýmis ráðgjafarstörf. Vísir/EPA/Getty Tugir uppgjafarherforingja og flotaforingja eru á meðal hundruð bandarískra hermanna sem drýgja eftirlaun sín með því að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir, aðallega í löndum þar sem mannréttindabrot og kúgun er daglegt brauð. Fjöldi þeirra er í þjónustu krónprins Sádi-Arabíu og fjölgaði þeim eftir hrottalegt morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta sýnir ítarleg rannsókn bandaríska dagblaðsins Washington Post fram á. Blaðið háði tveggja ára langa baráttu gegn Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytinu fyrir dómstólum til að fá afhent gögn um ráðgjafarstörf fyrrverandi hermanna. Þeir þurfa að fá leyfi frá bandarískum stjórnvöldum til að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir. Stjórnvöld þráuðust við að veita upplýsingarnar á þeim forsendum að þær kæmu almenningi ekki við og að það væri brot á persónuvernd uppgjafarhermannanna að birta þær. Dómari hafnaði þeim rökum og sagði almenning eiga rétt á því að vita hvort að háttsettir herforingjar nýttu sér tign sína til þess að skapa sér atvinnutækifæri erlendis eftir að þeir færu á eftirlaun. Flestir hafa tekið að sér ráðgjafarstörf í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og öðrum konungsdæmum við Persaflóa. Í mörgum tilfellum hjálpi þeir ríkjunum að byggja upp heri sína. Ríkin greiða þeim margfalt hærri upphæðir en þeir þáðu nokkurn tímann þegar þeir unnu fyrir Bandaríkjaher. Launin geta hlaupið á hundruð þúsundum dollara og jafnvel milljónum, jafnvirði tuga til hundraða milljóna íslenskra króna. Ríkin halda á meðan áfram að fremja mannréttindabrot heima fyrir en auk þess hafa Sádar og furstadæmin hlutast til í blóðugu borgarastríði í Jemen þar sem þúsundir óbreyttra borgara hefur beðið bana. James L. Jones, fyrrverandi þjóðaröryggisráðjgafi Obama, á mynd frá 2009. Hann hefur gert það gott með því að selja Sádum þekkingu og reynslu Bandaríkjahers.Vísir/EPA Fjölgaði í ráðgjafaliðinu eftir morðið á Khashoggi Fimmtán fyrrverandi herforingja og flotaforingjar hafa unnið sem ráðgjafar fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu frá árinu 2016. Yfirmaður þess hefur verið Mohammed bin Salman, krónprins konungsdæmisins og raunverulegur leiðtogi þess. Hann var nýlegar skipaður forsætisráðherra. Bandaríska leyniþjónustan telur Salman hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl árið 2018. Dauðasveit tók á móti Khashoggi þegar hann ætlaði að ganga frá pappírum fyrir brúðkaup sitt. Lík blaðamannsins var bútað niður en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Morðið virðist ekki hafa skapað neinn efa í huga bandarísku herforingjanna nema síður sé. Þannig fjölgaði þeim sem réðu sig í þjónustu krónprinsins eftir að Khashoggi var myrtur og brytjaður niður. Á meðal þeirra sem hafa unnið fyrir Sáda eru James L. Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama, og Keith Alexander, fyrrverandi herforingi og yfirmaður þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í tíð Obama og George W. Bush. Aðrir eru til dæmis fjögurra stjörnu hershöfðingi úr bandaríska flughernum og fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan. Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018. Hann var búsettur í Bandaríkjunum og hafði skrifað pistla sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Salman krónprins er talinn hafa gefið grænt ljós á að taka Khashoggi úr umferð.Vísir/EPA Vildu ekki að Sádar leituðu á náðir Kínverja eða Rússa í staðinn Jones segir Washington Post að hann hafi verið sleginn og hissa yfir því sem „greinilega“ kom fyrir Khashoggi. Bandaríkjastjórn hafi hins vegar hvatt hann til þess að halda áfram að starfa fyrir Sáda þrátt fyrir það. „Ég veit ekki hverjir valkostirnir hefðu verið ef við hefðum dregið okkur í hlé. Ég hafði áhyggjur af því að þeir gætu leitað í önnur sambönd við Kínverja eða Rússa,“ sagði Jones. Ráðgjafarfyrirtæki Jones færði þannig út kvíarnar eftir morðið á Khashoggi. Átta fyrrverandi hershöfðingjar og flotaforingjar auk 32 lægra settra uppgjafarhermanna eru nú á hans vegum í Ríad. Ekkert eftirlit og auðsótt leyfi Þrátt fyrir að þeir hermenn sem sækjast eftir að vinna fyrir erlend ríki þurfi lögum samkvæmt að sækja um leyfi frá þeirri deild hersins sem þeir störfuðu fyrir og utanríkisráðuneytisins eru slík leyfi auðsótt. Gögnin sem Washington Post fékk í hendur sýna að af fleiri en fimm hundruð umsóknum frá 2015 hafi 95 prósent verið samþykktar. Engu að síður fann blaðið tugi dæma um að fyrrverandi hermenn segist starfa sem ráðgjafar fyrir Persaflóaríki án þess að nokkur gögn finnist um að yfirvöld hafi veitt þeim heimild til þess. Ólíklegt er að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að vera staðnir að verki því engin refsiviðurlög eru við því að brjóta lög um útsendara erlendra ríkja og eftirfylgni með þeim er svo gott sem engin. Þó að varnarmálaráðuneytið hafi heimild til þess að halda eftir lífeyrisgreiðslum til þeirra sem brjóta reglurnar hefur slíkt aðeins verið gert gert í innan við fimm tilfellum. Ráðuneytið neitaði að upplýsa um hverja hefði verið að ræða og hvenær. Bandaríkin Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Gerir son sinn að forsætisráðherra Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra. 27. september 2022 20:25 Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15. júlí 2022 21:22 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Þetta sýnir ítarleg rannsókn bandaríska dagblaðsins Washington Post fram á. Blaðið háði tveggja ára langa baráttu gegn Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytinu fyrir dómstólum til að fá afhent gögn um ráðgjafarstörf fyrrverandi hermanna. Þeir þurfa að fá leyfi frá bandarískum stjórnvöldum til að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir. Stjórnvöld þráuðust við að veita upplýsingarnar á þeim forsendum að þær kæmu almenningi ekki við og að það væri brot á persónuvernd uppgjafarhermannanna að birta þær. Dómari hafnaði þeim rökum og sagði almenning eiga rétt á því að vita hvort að háttsettir herforingjar nýttu sér tign sína til þess að skapa sér atvinnutækifæri erlendis eftir að þeir færu á eftirlaun. Flestir hafa tekið að sér ráðgjafarstörf í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og öðrum konungsdæmum við Persaflóa. Í mörgum tilfellum hjálpi þeir ríkjunum að byggja upp heri sína. Ríkin greiða þeim margfalt hærri upphæðir en þeir þáðu nokkurn tímann þegar þeir unnu fyrir Bandaríkjaher. Launin geta hlaupið á hundruð þúsundum dollara og jafnvel milljónum, jafnvirði tuga til hundraða milljóna íslenskra króna. Ríkin halda á meðan áfram að fremja mannréttindabrot heima fyrir en auk þess hafa Sádar og furstadæmin hlutast til í blóðugu borgarastríði í Jemen þar sem þúsundir óbreyttra borgara hefur beðið bana. James L. Jones, fyrrverandi þjóðaröryggisráðjgafi Obama, á mynd frá 2009. Hann hefur gert það gott með því að selja Sádum þekkingu og reynslu Bandaríkjahers.Vísir/EPA Fjölgaði í ráðgjafaliðinu eftir morðið á Khashoggi Fimmtán fyrrverandi herforingja og flotaforingjar hafa unnið sem ráðgjafar fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu frá árinu 2016. Yfirmaður þess hefur verið Mohammed bin Salman, krónprins konungsdæmisins og raunverulegur leiðtogi þess. Hann var nýlegar skipaður forsætisráðherra. Bandaríska leyniþjónustan telur Salman hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl árið 2018. Dauðasveit tók á móti Khashoggi þegar hann ætlaði að ganga frá pappírum fyrir brúðkaup sitt. Lík blaðamannsins var bútað niður en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Morðið virðist ekki hafa skapað neinn efa í huga bandarísku herforingjanna nema síður sé. Þannig fjölgaði þeim sem réðu sig í þjónustu krónprinsins eftir að Khashoggi var myrtur og brytjaður niður. Á meðal þeirra sem hafa unnið fyrir Sáda eru James L. Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama, og Keith Alexander, fyrrverandi herforingi og yfirmaður þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í tíð Obama og George W. Bush. Aðrir eru til dæmis fjögurra stjörnu hershöfðingi úr bandaríska flughernum og fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan. Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018. Hann var búsettur í Bandaríkjunum og hafði skrifað pistla sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Salman krónprins er talinn hafa gefið grænt ljós á að taka Khashoggi úr umferð.Vísir/EPA Vildu ekki að Sádar leituðu á náðir Kínverja eða Rússa í staðinn Jones segir Washington Post að hann hafi verið sleginn og hissa yfir því sem „greinilega“ kom fyrir Khashoggi. Bandaríkjastjórn hafi hins vegar hvatt hann til þess að halda áfram að starfa fyrir Sáda þrátt fyrir það. „Ég veit ekki hverjir valkostirnir hefðu verið ef við hefðum dregið okkur í hlé. Ég hafði áhyggjur af því að þeir gætu leitað í önnur sambönd við Kínverja eða Rússa,“ sagði Jones. Ráðgjafarfyrirtæki Jones færði þannig út kvíarnar eftir morðið á Khashoggi. Átta fyrrverandi hershöfðingjar og flotaforingjar auk 32 lægra settra uppgjafarhermanna eru nú á hans vegum í Ríad. Ekkert eftirlit og auðsótt leyfi Þrátt fyrir að þeir hermenn sem sækjast eftir að vinna fyrir erlend ríki þurfi lögum samkvæmt að sækja um leyfi frá þeirri deild hersins sem þeir störfuðu fyrir og utanríkisráðuneytisins eru slík leyfi auðsótt. Gögnin sem Washington Post fékk í hendur sýna að af fleiri en fimm hundruð umsóknum frá 2015 hafi 95 prósent verið samþykktar. Engu að síður fann blaðið tugi dæma um að fyrrverandi hermenn segist starfa sem ráðgjafar fyrir Persaflóaríki án þess að nokkur gögn finnist um að yfirvöld hafi veitt þeim heimild til þess. Ólíklegt er að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að vera staðnir að verki því engin refsiviðurlög eru við því að brjóta lög um útsendara erlendra ríkja og eftirfylgni með þeim er svo gott sem engin. Þó að varnarmálaráðuneytið hafi heimild til þess að halda eftir lífeyrisgreiðslum til þeirra sem brjóta reglurnar hefur slíkt aðeins verið gert gert í innan við fimm tilfellum. Ráðuneytið neitaði að upplýsa um hverja hefði verið að ræða og hvenær.
Bandaríkin Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Gerir son sinn að forsætisráðherra Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra. 27. september 2022 20:25 Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15. júlí 2022 21:22 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Gerir son sinn að forsætisráðherra Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra. 27. september 2022 20:25
Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15. júlí 2022 21:22
Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent