Fjórir erlendir Stólar á vellinum og Haukar kæra líklega Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:33 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Hauka mun sennilega kæra úrslit leiksins við Tindastól í VÍS-bikarkeppni karla á mánudagskvöld, vegna meints brots Tindastóls á reglum um fjölda erlenda leikmanna. Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.
VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira