Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 08:50 Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01