Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Málið vakti mikla athygli í dag en við ræðum við mæðgurnar í kvöldfréttum.

Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag.

Umdeilt kennslumyndband Votta fyrir börn hefur vakið hörð viðbrögð. Í myndbandinu fræðir móðir dóttur sína um að samkynhneigð sé ekki samþykkt af Jehova og hvetur hana til að leiða vinkonu sína, sem á samkynhneigðar mæður, í ljósið um þann sannleik.

Við spyrjum einn helsta jarðfræðing landsins stóru spurningarinnar; Hvenær er von á stóra skjálftanum? Spurningin er einmitt titill nýrrar bókar hans um jarðskjálfta á Íslandi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×