Hrollvekjandi hrekkjavökudagskrá fyrir alla fjölskylduna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. október 2022 20:00 Umfang hrekkjavökuhátíðarinnar hér á landi eykst með hverju árinu. Getty/evgenyatamanenko Hrekkjavaka verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu. Nú styttist í herlegheitin og því vel við hæfi að fara yfir nokkra spennandi viðburði sem verða í boði í tilefni hátíðarinnar. Hrekkjavaka á Árbæjarsafninu Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg á Árbæjarsafninu þann 31. október, líkt og síðastliðin fjögur ár. Það er óhætt að segja að þar verði öllu tjaldað til. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ, húsin verða hryllileg og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar. Markmiðið er að gestir kynnist fornum siðum hátíðarinnar og hver veit nema andi fortíðarinnar verði á vegi þeirra. Þau allra hugrökkustu geta bankað upp á draugaleg hús sem hafa logandi lukt og krafið framliðna íbúa þeirra um grikk eða gott. Börn yngri en 12 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Þá eru viðkvæmar sálir einnig hvattar til þess að hafa með sér fylgdarmann, þeim til halds og trausts. Hátíðin stendur yfir frá 17:30-20:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mikill metnaður er lagður í hrekkjavökuhátíðina á Árbæjarsafninu.Árbæjarsafnið Hrekkjavökubíó í Bíó Paradís Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram í Bíó Paradís dagana 29. október - 6. nóvember. Þetta er í níunda sinn sem þessi einstaka hátíð fer fram, en hún er sú eina sinnar tegundar. Þemað í ár er hrekkjavaka og eru börn á öllum aldri hvött til þess að mæta í búning. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin Horfin á Hrekkjavöku og verður hún í lifandi talsetningu. Er það í fyrsta sinn sem lifandi leiklestur verður fluttur yfir mynd í Bíó Paradís. Fjöldi barnamynda verður sýndur á hátíðinni, þar á meðal myndirnar Hocus Pocus og Addams Family sem eiga vel aldeilis vel við á hrekkjavökunni. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram dagana 29. október- 6. nóvember. Þar verður hrekkjavökuþema og verða nokkrar vel valdar hrekkjavökumyndir sýndar á hátíðinni.Getty/Jose Luis Pelaez Inc Grikk eða gott Síðustu ár hefur það tíðkast að börn geti gengið í íbúðarhús að sníkja nammi og í ár verður engin undantekning á því. Skipulagning á þessum viðburðum fer gjarnan fram á hverfishópum á Facebook. Börn á öllum aldri klæða sig í grímubúninga. Ólíkt því sem tíðkast á öskudeginum þurfa börnin ekki að syngja, heldur segja þau einfaldlega grikk eða gott. Hugsunin er sú að þá hafi húsráðandi val um að gefa börnunum „gott“ eða börnin geri honum „grikk“. Íbúar sem ætla sér að taka á móti börnum og gefa nammi geta þá ýmist merkt húsið sitt sérstaklega að utan eða skráð sig á skráningarblað sem oft er að finna inni á hverfishópunum. Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að börn gangi í hús og snýki nammi á hrekkjavökunni líkt og gert er í Bandaríkjunum.Getty/SolStock Hrekkjavökuefni á Stöð2+ Það þarf þó ekki að fara út úr húsi til þess að upplifa hrekkjavökuna. Inni á efnisveitu Stöðvar 2+ er að finna sérstakan hrekkjavökuflokk sem gerir það auðvelt að framkalla hrekkjavökustemmingu heima í stofu. Í flokknum er að finna 48 kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem tengjast hrekkjavöku á einn eða annan hátt. Þar á meðal eru nýlegir þættir um morðóðu dúkkuna Chucky. Þess má geta að hinn 17 ára gamli, íslenski leikari Björgvin Arnarson fer með hlutverk í þáttunum. Í flokknum er að finna allt frá Scooby Doo til íslensku hrollvekjunnar Ég man þig. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að komast í sannkallað hrekkjavökuskap. Inni á efnisveitu Stöðvar2+ er að finna úrval af hrekkjavökuefni.Stöð 2 Hrekkjavaka Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27. október 2021 22:59 Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31. október 2021 20:57 Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? 29. október 2021 07:25 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Hrekkjavaka á Árbæjarsafninu Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg á Árbæjarsafninu þann 31. október, líkt og síðastliðin fjögur ár. Það er óhætt að segja að þar verði öllu tjaldað til. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ, húsin verða hryllileg og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar. Markmiðið er að gestir kynnist fornum siðum hátíðarinnar og hver veit nema andi fortíðarinnar verði á vegi þeirra. Þau allra hugrökkustu geta bankað upp á draugaleg hús sem hafa logandi lukt og krafið framliðna íbúa þeirra um grikk eða gott. Börn yngri en 12 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Þá eru viðkvæmar sálir einnig hvattar til þess að hafa með sér fylgdarmann, þeim til halds og trausts. Hátíðin stendur yfir frá 17:30-20:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mikill metnaður er lagður í hrekkjavökuhátíðina á Árbæjarsafninu.Árbæjarsafnið Hrekkjavökubíó í Bíó Paradís Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram í Bíó Paradís dagana 29. október - 6. nóvember. Þetta er í níunda sinn sem þessi einstaka hátíð fer fram, en hún er sú eina sinnar tegundar. Þemað í ár er hrekkjavaka og eru börn á öllum aldri hvött til þess að mæta í búning. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin Horfin á Hrekkjavöku og verður hún í lifandi talsetningu. Er það í fyrsta sinn sem lifandi leiklestur verður fluttur yfir mynd í Bíó Paradís. Fjöldi barnamynda verður sýndur á hátíðinni, þar á meðal myndirnar Hocus Pocus og Addams Family sem eiga vel aldeilis vel við á hrekkjavökunni. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram dagana 29. október- 6. nóvember. Þar verður hrekkjavökuþema og verða nokkrar vel valdar hrekkjavökumyndir sýndar á hátíðinni.Getty/Jose Luis Pelaez Inc Grikk eða gott Síðustu ár hefur það tíðkast að börn geti gengið í íbúðarhús að sníkja nammi og í ár verður engin undantekning á því. Skipulagning á þessum viðburðum fer gjarnan fram á hverfishópum á Facebook. Börn á öllum aldri klæða sig í grímubúninga. Ólíkt því sem tíðkast á öskudeginum þurfa börnin ekki að syngja, heldur segja þau einfaldlega grikk eða gott. Hugsunin er sú að þá hafi húsráðandi val um að gefa börnunum „gott“ eða börnin geri honum „grikk“. Íbúar sem ætla sér að taka á móti börnum og gefa nammi geta þá ýmist merkt húsið sitt sérstaklega að utan eða skráð sig á skráningarblað sem oft er að finna inni á hverfishópunum. Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að börn gangi í hús og snýki nammi á hrekkjavökunni líkt og gert er í Bandaríkjunum.Getty/SolStock Hrekkjavökuefni á Stöð2+ Það þarf þó ekki að fara út úr húsi til þess að upplifa hrekkjavökuna. Inni á efnisveitu Stöðvar 2+ er að finna sérstakan hrekkjavökuflokk sem gerir það auðvelt að framkalla hrekkjavökustemmingu heima í stofu. Í flokknum er að finna 48 kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem tengjast hrekkjavöku á einn eða annan hátt. Þar á meðal eru nýlegir þættir um morðóðu dúkkuna Chucky. Þess má geta að hinn 17 ára gamli, íslenski leikari Björgvin Arnarson fer með hlutverk í þáttunum. Í flokknum er að finna allt frá Scooby Doo til íslensku hrollvekjunnar Ég man þig. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að komast í sannkallað hrekkjavökuskap. Inni á efnisveitu Stöðvar2+ er að finna úrval af hrekkjavökuefni.Stöð 2
Hrekkjavaka Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27. október 2021 22:59 Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31. október 2021 20:57 Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? 29. október 2021 07:25 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27. október 2021 22:59
Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31. október 2021 20:57
Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? 29. október 2021 07:25