Setjum samdrátt samfélagslosunar í forgang Jóna Bjarnadóttir skrifar 20. október 2022 11:01 Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar