Haukarnir hafa ekki fagnað sigri í Kaplakrika í sjötíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 15:01 Frá leik FH og Hauka í Kaplakrika í fyrra. Það er alltaf hart barist þegar nágrannarnir mætast. Vísir/Vilhlem Hafnarfjarðarslagurinn milli FH og Hauka fer fram í Kaplakrika í kvöld en þessir leikir eru oftast miklir baráttuleikir sama hver staða liðanna er í deildinni. Liðin mætast nú í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta en á meðan Haukarnir eru í fjórða sæti þá sitja FH-ingarnir í tíunda sæti deildarinnar. Samkvæmt stöðu liðanna í deildinni og gengið það sem af er í vetur þá ætti núna að vera gullið tækifæri Hauka að vinna langþráðan sigur í leik liðanna í kvöld. Haukarnir hafa nefnilega þurft að bíða lengi eftir því að vinna nágranna sína í FH á þeirra eigin heimavelli í Krikanum. Það hefur ekki gerst síðan 15. desember 2016 og síðan eru liðnir meira en sjötíu mánuðir. Haukaliðið, þá undir stjórn Gunnar Magnússonar, núverandi þjálfara Aftureldingar, vann þá eins marks sigur á FH, 30-29. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfaði þá FH-liðið en markahæsti leikmaður liðsins í þeim leik, Einar Rafn Eiðsson, spilar nú með KA. Markahæsti maður Haukanna í þessum síðasta sigri þeirra, Janus Daði Smárason, hefur þannig verið í atvinnumennsku í fimm ár. FH hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna í deild og bikar í Kaplakrika og hinir tveir hafa endað með jafntefli. FH vann báða leikina í fyrra fyrst með einu marki í bikarleik í september og svo með fjórum mörkum í deildarleik liðanna. Á sama tíma hafa liðin mæst sex sinnum á Ásvöllum, liðin hafa bæði unnið tvo af þeim leikjum og tveir leikir hafa síðan endað með jafntefli. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29) Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Liðin mætast nú í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta en á meðan Haukarnir eru í fjórða sæti þá sitja FH-ingarnir í tíunda sæti deildarinnar. Samkvæmt stöðu liðanna í deildinni og gengið það sem af er í vetur þá ætti núna að vera gullið tækifæri Hauka að vinna langþráðan sigur í leik liðanna í kvöld. Haukarnir hafa nefnilega þurft að bíða lengi eftir því að vinna nágranna sína í FH á þeirra eigin heimavelli í Krikanum. Það hefur ekki gerst síðan 15. desember 2016 og síðan eru liðnir meira en sjötíu mánuðir. Haukaliðið, þá undir stjórn Gunnar Magnússonar, núverandi þjálfara Aftureldingar, vann þá eins marks sigur á FH, 30-29. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfaði þá FH-liðið en markahæsti leikmaður liðsins í þeim leik, Einar Rafn Eiðsson, spilar nú með KA. Markahæsti maður Haukanna í þessum síðasta sigri þeirra, Janus Daði Smárason, hefur þannig verið í atvinnumennsku í fimm ár. FH hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna í deild og bikar í Kaplakrika og hinir tveir hafa endað með jafntefli. FH vann báða leikina í fyrra fyrst með einu marki í bikarleik í september og svo með fjórum mörkum í deildarleik liðanna. Á sama tíma hafa liðin mæst sex sinnum á Ásvöllum, liðin hafa bæði unnið tvo af þeim leikjum og tveir leikir hafa síðan endað með jafntefli. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29)
Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29)
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira