Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2022 15:39 Það verður í nægu að snúast á Keflavíkurflugvelli ef spár á vegum Ferðamálastofu ganga eftir. Ferðamenn gætu verið helmingi fleiri árið 2030 en þeir voru metárið 2018. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. Árið 2018 komu 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann fyrir hönd Ferðamálastofu gæti það met verið jafnað á næsta ári en svo slegið kirfilega á því þarnæsta. Þá gæti fjöldinn náð 2,8 milljónum. Þriggja milljóna múrnum gæti verið náð árið 2025. Fyrirtækið framreiknaði einnig mögulega þróun ferðamannastraumsins út áratuginn en töluvert meiri óvissa er sögð ríkja um þá útreikninga. Samkvæmt þeim er talið raunhæft að erlendir ferðamenn gætu náð 3,5 milljónum árið 2030 en það væri um helmingi fleiri en metárið 2018. Skýrsluhöfundar telja að fjöldinn gæti hæglega orðið enn meiri ef mikil aukning verður í framboði á flugferðum til landsins. Heildarfjöldi gistinátta erlednra ferðamanna er talinn geta náð tæplega 4,5 milljónum í ár og tæplega 5,5 milljónum á næsta ári. Um miðjan áratuginn gæti fjöldi nátta náð 6,7 milljónum. Spáð er að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna nái rúmlega 250 milljörðum króna í ár og 333 milljörðum á því næsta. Erfitt er þó sagt að spá fyrir um meðaleyðslu eða útgjöld ferðamanna almennt. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Árið 2018 komu 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann fyrir hönd Ferðamálastofu gæti það met verið jafnað á næsta ári en svo slegið kirfilega á því þarnæsta. Þá gæti fjöldinn náð 2,8 milljónum. Þriggja milljóna múrnum gæti verið náð árið 2025. Fyrirtækið framreiknaði einnig mögulega þróun ferðamannastraumsins út áratuginn en töluvert meiri óvissa er sögð ríkja um þá útreikninga. Samkvæmt þeim er talið raunhæft að erlendir ferðamenn gætu náð 3,5 milljónum árið 2030 en það væri um helmingi fleiri en metárið 2018. Skýrsluhöfundar telja að fjöldinn gæti hæglega orðið enn meiri ef mikil aukning verður í framboði á flugferðum til landsins. Heildarfjöldi gistinátta erlednra ferðamanna er talinn geta náð tæplega 4,5 milljónum í ár og tæplega 5,5 milljónum á næsta ári. Um miðjan áratuginn gæti fjöldi nátta náð 6,7 milljónum. Spáð er að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna nái rúmlega 250 milljörðum króna í ár og 333 milljörðum á því næsta. Erfitt er þó sagt að spá fyrir um meðaleyðslu eða útgjöld ferðamanna almennt.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira