Unholy hefur verið spilað um 203 milljón sinnum á streymisveitunni Spotify og fór á topp tíu lista Spotify yfir mest spiluðu lögin fyrsta sólarhringinn eftir að þau koma út. Þá hefur það einnig verið sett í nýjan dansvænan búning hjá vinsælu plötusnúðunum í Disclosure.
Frábært samstarf
Það gefur augaleið að tvíeykið vinnur vel saman en þegar lagið kom út birti Sam Smith færslu á Instagram síðu sinni þar sem hán skrifaði:
„Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við að gera lag svo ég vona að þið getið öll orðið skrýtin (e. get weird) og óheilög við að hlusta á það. Takk hin stórkostlega Kim Petras fyrir að hafa gert þetta lag með mér, ég elskaði að verða vitni af þinni snilldargáfu.
Plata væntanleg
Smith tilkynnti á dögunum að hán muni senda frá sér breiðskífu í byrjun árs 2023 sem ber nafnið Gloria. Hán segir ferlið við gerð plötunnar hafa komið sér í gegnum dimma og erfiða tíma og vonast til þess að platan færi hlustendum gleði.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: