Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Þar segir að börnum á biðlista hafi fjölgað um 162 frá 1. september, þegar 456 börn 12 mánaða og eldri biðu eftir plássi.
Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að lausum stöðugildum hjá leikskólum borgarinnar hafi fækkað aðeins en mönnunarvandinn sé viðvarandi. Þá séu 92 pláss ónýtt vegna myglu eða viðhalds, í leikskólunum Árborg, Kvistaborg, Laugasól, Sunnuási og Vesturborg.
Enn er unnið að mögulegum leikskóla við Korpuskóla og nýjum leikskóla í Fossvogi.