Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:05 Blikar urðu Íslandsmeistarar þegar þrír leikir voru eftir af deildinni. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R. Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti