Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 2-5 | Dagur skoraði þrennu í öruggum sigri meistaranna Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 22:40 Dagur Dan Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Blika í kvöld. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-5 sigur er liðið heimsótti Valsmenn í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Dagur Dan Þórhallsson skoraði þrennu fyrir meistarana í leik sem fór hægt af stað, en varð svo hin mesta skemmtun. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu tuttugu mínútunum. Færin sem Íslandsmeistararnir sköpuðu sér komu þegar Anton Ari sparkaði boltanum langt og Ísak vann skalla einvígið en ógnin var ekki mikil. Færin sem heimamenn fengu komu eftir sprett Birkis á hægri kantinum þar sem hann gaf boltann fyrir en það reyndi lítið á Anton Ara í marki Breiðabliks. Dagur Dan Þórhallsson braut ísinn á 24. mínútu þegar Rasmus Christiansen tæklaði boltann beint í lappirnar á Degi Dan sem átti þrumuskot fyrir utan teig sem söng í netinu. Fimm mínútum eftir mark Breiðabliks jafnaði Patrick Pedersen metin. Birkir Heimisson renndi boltanum á Patrick sem slapp einn í gegn og skoraði. Á 43. mínútu braut Sebastian Hedlund á Viktori Karli inn í vítateig og Breiðablik fékk vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tók vítið. Höskuldur renndi boltanum í hægra hornið og kom Breiðabliki yfir. Adam var ekki lengi í paradís þar sem Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn tæplega tveimur mínútum eftir mark Breiðabliks. Guðmundur Andri gerði vel í að skalla boltann til Sigurðs sem átti gott skot vinstra megin í teignum sem Antoni tókst ekki að verja. Staðan í hálfleik var jöfn 2-2. Dagur Dan kom Breiðabliki yfir í þriðja skiptið þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Dagur skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig þar sem hann skrúfaði boltann yfir vegginn þar sem Frederik Schram kom engum vörnum við. Sebastian Hedlund fékk beint rautt spjald á 63. mínútu þegar Ísak Snær var við það að sleppa í gegn en Hedlund tosaði í Ísak og Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, sendi Hedlund í sturtu. Dagur Dan Þórhallsson fullkomnaði þrennu sína þegar hann gerði fjórða mark Breiðabliks. Dagur skoraði aftur úr aukaspyrnu á nánast sama stað. Frábær aukaspyrna þar sem þetta var eins og að horfa á endurtekið efni frá því hann skoraði þriðja mark Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson gerði fimmta mark Breiðabliks rétt fyrir leikslok þegar Valsmenn voru að reyna að spila út frá markmanni en Viktor komst í lélega sendingu Arons og skoraði í autt markið. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik vann 2-5. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik komst þrisvar yfir í leiknum. Valur jafnaði leikinn tvisvar en loks í þriðja skiptið náði Breiðablik að halda þetta út. Ekki nóg með það að Rasmus Christiansen fór út af meiddur í fyrri hálfleik sem varð til þess að Haukur Páll fór í miðvörðinn. Ofan á það fékk Sebastian Hedlund beint rautt spjald á 62. mínútu sem varð til þess að Valur átti engan hreinræktaðan miðvörð eftir. Hverjir stóðu upp úr Dagur Dan Þórhallsson hefur verið lang stabílasti leikmaður Breiðabliks þar sem hann á góðan leik helgi eftir helgi. Dagur Dan skoraði þrjú mörk í kvöld og þar af tvö beint úr aukaspyrnu. Hvað gekk illa? Breiðablik átt í miklum erfiðleikum með að halda einbeitingu eftir mark. Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik en það tók Val innan við fimm mínútur að jafna í bæði skiptin. Sebastian Hedlund átti hörmulegan leik. Sebastian Hedlund gerðist brotlegur inn í vítateig í fyrri hálfleik sem endaði með að Breiðablik fékk vítaspyrnu. Hann kórónaði svo lélegan dag á skrifstofunni þegar hann fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Besta deildin klárast næsta laugardag með heilli umferð klukkan 13:00. Breiðablik mætir Víkingi á Kópavogsvelli á meðan Valur fer norður og mætir KA. Ólafur: Vorum flautaðir út úr þessum leik Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á hliðarlínuna með ValsmönnumHulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir 2-5 tap í kvöld. „Þetta var nánast búið þegar við misstum mann af velli. Þetta var ekki brot í því tilfelli og ég vill meina að dómarinn flautaði okkur út úr leiknum.“ „Rauða spjaldið var kjaftæði þar sem þetta var aldrei brot svo var þetta aldrei vítaspyrna. En ég sá það ekki ég bara vill ekki að Breiðablik fái vítaspyrnu.“ Ólafur hefur reglulega talað um að hann er ekki hrifinn af mótafyrirkomulaginu og sagðist ekki vera spenntur fyrir leik eftir viku. „Ég fer norður í góðu standi þar sem ég ætla taka skíðin með mér og það verður farið að snjóa svo þetta verður ekkert vesen,“ sagði Ólafur Jóhannesson að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Fótbolti
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-5 sigur er liðið heimsótti Valsmenn í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Dagur Dan Þórhallsson skoraði þrennu fyrir meistarana í leik sem fór hægt af stað, en varð svo hin mesta skemmtun. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu tuttugu mínútunum. Færin sem Íslandsmeistararnir sköpuðu sér komu þegar Anton Ari sparkaði boltanum langt og Ísak vann skalla einvígið en ógnin var ekki mikil. Færin sem heimamenn fengu komu eftir sprett Birkis á hægri kantinum þar sem hann gaf boltann fyrir en það reyndi lítið á Anton Ara í marki Breiðabliks. Dagur Dan Þórhallsson braut ísinn á 24. mínútu þegar Rasmus Christiansen tæklaði boltann beint í lappirnar á Degi Dan sem átti þrumuskot fyrir utan teig sem söng í netinu. Fimm mínútum eftir mark Breiðabliks jafnaði Patrick Pedersen metin. Birkir Heimisson renndi boltanum á Patrick sem slapp einn í gegn og skoraði. Á 43. mínútu braut Sebastian Hedlund á Viktori Karli inn í vítateig og Breiðablik fékk vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tók vítið. Höskuldur renndi boltanum í hægra hornið og kom Breiðabliki yfir. Adam var ekki lengi í paradís þar sem Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn tæplega tveimur mínútum eftir mark Breiðabliks. Guðmundur Andri gerði vel í að skalla boltann til Sigurðs sem átti gott skot vinstra megin í teignum sem Antoni tókst ekki að verja. Staðan í hálfleik var jöfn 2-2. Dagur Dan kom Breiðabliki yfir í þriðja skiptið þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Dagur skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig þar sem hann skrúfaði boltann yfir vegginn þar sem Frederik Schram kom engum vörnum við. Sebastian Hedlund fékk beint rautt spjald á 63. mínútu þegar Ísak Snær var við það að sleppa í gegn en Hedlund tosaði í Ísak og Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, sendi Hedlund í sturtu. Dagur Dan Þórhallsson fullkomnaði þrennu sína þegar hann gerði fjórða mark Breiðabliks. Dagur skoraði aftur úr aukaspyrnu á nánast sama stað. Frábær aukaspyrna þar sem þetta var eins og að horfa á endurtekið efni frá því hann skoraði þriðja mark Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson gerði fimmta mark Breiðabliks rétt fyrir leikslok þegar Valsmenn voru að reyna að spila út frá markmanni en Viktor komst í lélega sendingu Arons og skoraði í autt markið. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik vann 2-5. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik komst þrisvar yfir í leiknum. Valur jafnaði leikinn tvisvar en loks í þriðja skiptið náði Breiðablik að halda þetta út. Ekki nóg með það að Rasmus Christiansen fór út af meiddur í fyrri hálfleik sem varð til þess að Haukur Páll fór í miðvörðinn. Ofan á það fékk Sebastian Hedlund beint rautt spjald á 62. mínútu sem varð til þess að Valur átti engan hreinræktaðan miðvörð eftir. Hverjir stóðu upp úr Dagur Dan Þórhallsson hefur verið lang stabílasti leikmaður Breiðabliks þar sem hann á góðan leik helgi eftir helgi. Dagur Dan skoraði þrjú mörk í kvöld og þar af tvö beint úr aukaspyrnu. Hvað gekk illa? Breiðablik átt í miklum erfiðleikum með að halda einbeitingu eftir mark. Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik en það tók Val innan við fimm mínútur að jafna í bæði skiptin. Sebastian Hedlund átti hörmulegan leik. Sebastian Hedlund gerðist brotlegur inn í vítateig í fyrri hálfleik sem endaði með að Breiðablik fékk vítaspyrnu. Hann kórónaði svo lélegan dag á skrifstofunni þegar hann fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Besta deildin klárast næsta laugardag með heilli umferð klukkan 13:00. Breiðablik mætir Víkingi á Kópavogsvelli á meðan Valur fer norður og mætir KA. Ólafur: Vorum flautaðir út úr þessum leik Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á hliðarlínuna með ValsmönnumHulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir 2-5 tap í kvöld. „Þetta var nánast búið þegar við misstum mann af velli. Þetta var ekki brot í því tilfelli og ég vill meina að dómarinn flautaði okkur út úr leiknum.“ „Rauða spjaldið var kjaftæði þar sem þetta var aldrei brot svo var þetta aldrei vítaspyrna. En ég sá það ekki ég bara vill ekki að Breiðablik fái vítaspyrnu.“ Ólafur hefur reglulega talað um að hann er ekki hrifinn af mótafyrirkomulaginu og sagðist ekki vera spenntur fyrir leik eftir viku. „Ég fer norður í góðu standi þar sem ég ætla taka skíðin með mér og það verður farið að snjóa svo þetta verður ekkert vesen,“ sagði Ólafur Jóhannesson að lokum.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“