Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. október 2022 10:01 Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Alfreðs segist vera frekar öguð í því að borða hollt. En missir sig þegar kemur að lakkrís: súkkulaði með lakkrís, ís með lakkrís, kökur með lakkrís og svo framvegis. Hún segist þó ekki ætla að skipta sér að milliríkjadeilu Íslendinga og Dana um uppruna súkkulaðihúðaða lakkrísins. Vísir/Vilhelm A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir klukkan sjö. En þar sem ég er mikil A manneskja þá er ég oftast vöknuð áður en hún hringir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er oftast að grípa símann og fara yfir helstu fréttir og daginn framundan. Mér finnst gott að taka aðeins stöðuna á fundum og verkefnum sem bíða og undirbúa mig þannig fyrir daginn. Svo er að búa um rúmið og henda sér í sturtu. Stundum þarf að semja um sturtuna við unglingana á heimilinu og þá reynir á samningatæknina. Oft getur verið mikill hamagangur á heimilinu á morgnana þar sem allir eru að fara af stað á sama tíma. Svo er hundur á heimilinu sem þarf að fara með í morgungöngu og köttur sem þarf mikla athygli á morgnana. En þetta gengur nú oftast stórslysalaust fyrir sig og allir mæta á réttum tíma í vinnu og skóla.“ Syndir og svindl: Hvaða freistingu ertu líklegust til að falla alltaf fyrir þótt freistingin teljist óholl? Úff! Ég er almennt mjög öguð og ef ég ákveð að borða ekki eitthvað þá stend ég við það nema þegar lakkrís er annars vegar. Ég stenst hann bara ekki. Ég elska allan lakkrís og allt með lakkrísbragði. Súkkulaði með lakkrís, ís með lakkrís, kökur með lakkrís og bara allt með lakkrís. Ætli þetta geri mig ekki að sönnum Íslendingi? Vill samt ekki blanda mér í milliríkjadeilur Íslendinga og Dana um uppruna súkkulaðihúðaða lakkrísins. Læt Guðna forseta um það.“ Anna segir ráðningar á fleira starfsfólki framundan og þar sé ekki horft til þess hvar starfsmaður er staðsettur, því fjarvinna sé eitt af því sem er í boði til að mæta óskum starfsmanna. Að horfa út fyrir landsteinana sé jafnvel í boði. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er ný tekin við sem framkvæmdastjóri Alfreðs og þar er nóg af skemmtilegum verkefnum sem ég tekst á við með mínu frábæra samstarfsfólki. Ég hef verið að koma mér inn í starfsemi fyrirtækisins og hitta og kynnast viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Eitt af stóru verkefnunum er að innleiða nýja stefnu og þar á meðal gildin okkar sem eru einfaldleiki, sköpunargleði, hagkvæmni og traust. Þau endurspegla áherslur okkar í allri starfsemi fyrirtækisins. Alfreð er núna kominn með starfsemi í fjórum löndum og því að byggja upp starfsemi á nýjum mörkuðum fylgja fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Hérna heima höfum við líka verið að stækka mikið undanfarið og starfsemin að þróast og breytast. Það kallar á viðbætur í starfsmannahópinn og horfum við þá alveg eins út fyrir landsteinana þar sem við leitumst eftir að ráða hæfasta einstaklinginn í verkefnið en erum ekki endilega að horfa til þess hvar hann er staðsettur. Við viljum skapa sveigjanlegan vinnustað, bjóða upp á fjarvinnu og mæta starfsfólki þar sem það vill vera. Svo er í þróun mjög spennandi viðbót við fyrirtækið sem er í takt við þá breytingu sem hefur verið að gerast á atvinnumarkaðnum með meiri áhuga fólks á að stjórna tíma sínum sjálft og vera ekki bundið einu fyrirtæki. Tengist gigg hagkerfinu og gæti umbylt því hvernig fólk finnur sér verkefni. Mjög spennandi og eitthvað sem beðið hefur verið eftir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota alla þá tækni sem til er til að skipuleggja vinnuna og ekki bara vinnuna heldur lífið utan vinnu líka. Með þrjá krakka, hund og kött þá þarf að skipuleggja og halda utan um margt. Ég nota skipulagsforrit fyrir bæði vinnuna og persónuleg mál. Ég er með allt í símanum bæði dagbókina, skipulagsforrit og minnismiða og veit ekkert hvar ég á að vera eða hvað ég á að gera ef ég er ekki með hann í hendinni. Ég skrifa niður öll verkefni og allt sem ég þarf að muna og forgangsraða reglulega svo ekkert gleymist.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „A týpan fer að sjálfsögðu snemma að sofa. Mér finnst gott að fara upp í rúm og lesa aðeins áður en ég sofna. Er oft farin að hugsa um að komast upp í rúm klukkan tíu og háttuð klukkan hálf ellefu. Er svo oftast sofnuð um ellefu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir klukkan sjö. En þar sem ég er mikil A manneskja þá er ég oftast vöknuð áður en hún hringir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er oftast að grípa símann og fara yfir helstu fréttir og daginn framundan. Mér finnst gott að taka aðeins stöðuna á fundum og verkefnum sem bíða og undirbúa mig þannig fyrir daginn. Svo er að búa um rúmið og henda sér í sturtu. Stundum þarf að semja um sturtuna við unglingana á heimilinu og þá reynir á samningatæknina. Oft getur verið mikill hamagangur á heimilinu á morgnana þar sem allir eru að fara af stað á sama tíma. Svo er hundur á heimilinu sem þarf að fara með í morgungöngu og köttur sem þarf mikla athygli á morgnana. En þetta gengur nú oftast stórslysalaust fyrir sig og allir mæta á réttum tíma í vinnu og skóla.“ Syndir og svindl: Hvaða freistingu ertu líklegust til að falla alltaf fyrir þótt freistingin teljist óholl? Úff! Ég er almennt mjög öguð og ef ég ákveð að borða ekki eitthvað þá stend ég við það nema þegar lakkrís er annars vegar. Ég stenst hann bara ekki. Ég elska allan lakkrís og allt með lakkrísbragði. Súkkulaði með lakkrís, ís með lakkrís, kökur með lakkrís og bara allt með lakkrís. Ætli þetta geri mig ekki að sönnum Íslendingi? Vill samt ekki blanda mér í milliríkjadeilur Íslendinga og Dana um uppruna súkkulaðihúðaða lakkrísins. Læt Guðna forseta um það.“ Anna segir ráðningar á fleira starfsfólki framundan og þar sé ekki horft til þess hvar starfsmaður er staðsettur, því fjarvinna sé eitt af því sem er í boði til að mæta óskum starfsmanna. Að horfa út fyrir landsteinana sé jafnvel í boði. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er ný tekin við sem framkvæmdastjóri Alfreðs og þar er nóg af skemmtilegum verkefnum sem ég tekst á við með mínu frábæra samstarfsfólki. Ég hef verið að koma mér inn í starfsemi fyrirtækisins og hitta og kynnast viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Eitt af stóru verkefnunum er að innleiða nýja stefnu og þar á meðal gildin okkar sem eru einfaldleiki, sköpunargleði, hagkvæmni og traust. Þau endurspegla áherslur okkar í allri starfsemi fyrirtækisins. Alfreð er núna kominn með starfsemi í fjórum löndum og því að byggja upp starfsemi á nýjum mörkuðum fylgja fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Hérna heima höfum við líka verið að stækka mikið undanfarið og starfsemin að þróast og breytast. Það kallar á viðbætur í starfsmannahópinn og horfum við þá alveg eins út fyrir landsteinana þar sem við leitumst eftir að ráða hæfasta einstaklinginn í verkefnið en erum ekki endilega að horfa til þess hvar hann er staðsettur. Við viljum skapa sveigjanlegan vinnustað, bjóða upp á fjarvinnu og mæta starfsfólki þar sem það vill vera. Svo er í þróun mjög spennandi viðbót við fyrirtækið sem er í takt við þá breytingu sem hefur verið að gerast á atvinnumarkaðnum með meiri áhuga fólks á að stjórna tíma sínum sjálft og vera ekki bundið einu fyrirtæki. Tengist gigg hagkerfinu og gæti umbylt því hvernig fólk finnur sér verkefni. Mjög spennandi og eitthvað sem beðið hefur verið eftir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota alla þá tækni sem til er til að skipuleggja vinnuna og ekki bara vinnuna heldur lífið utan vinnu líka. Með þrjá krakka, hund og kött þá þarf að skipuleggja og halda utan um margt. Ég nota skipulagsforrit fyrir bæði vinnuna og persónuleg mál. Ég er með allt í símanum bæði dagbókina, skipulagsforrit og minnismiða og veit ekkert hvar ég á að vera eða hvað ég á að gera ef ég er ekki með hann í hendinni. Ég skrifa niður öll verkefni og allt sem ég þarf að muna og forgangsraða reglulega svo ekkert gleymist.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „A týpan fer að sjálfsögðu snemma að sofa. Mér finnst gott að fara upp í rúm og lesa aðeins áður en ég sofna. Er oft farin að hugsa um að komast upp í rúm klukkan tíu og háttuð klukkan hálf ellefu. Er svo oftast sofnuð um ellefu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00
Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01
Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01