Innlent

Raf­magns­vespa stóð í ljósum logum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn.
Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn. Aðsend/Vísir/Vilhelm

Mikill eldur var í rafmagnsvespu á skólalóð við Austurbæjarskóla í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og þakkar fyrir að ekki hafi kviknað í vespunni innanhúss.

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn hafi blessunarlega verið á opnu svæði.

„Við erum farnir að fara í þetta í hverjum mánuði - eld í hlaupahjólum og rafmagnshjólum. Það er verst þegar það kviknar í þessu inni í bílskúrum eða inni hjá fólki,“ segir Sigurjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×