Einelti hafi tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 12:41 Skólar hafa í gegnum tíðina oftar en ekki verið helsti vettvangur eineltis. Það hefur breyst með tilkomu tækni sem auðveldar rafræn samskipti. Vísir/Vilhelm Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira