Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 09:01 Enn bætist við konurnar sem saka Weinstein um kynferðisofbeldi. AP Photo/John Minchillo Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum. Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum.
Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43