Rekinn vegna skilaboða til stúlkna: „Þetta var ekkert dónalegt“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 13:02 Árni Eggert Harðarson hefur starfað fyrir Hauka síðustu misseri en var rekinn eftir að upp komst um skilaboð sem hann hafði verið að senda ungum leikmönnum annarra félaga. VÍSIR/BÁRA „Það var óviðeigandi að senda skilaboð en skilaboðin sem slík voru ekki klámfengin eða nokkuð slíkt,“ segir Árni Eggert Harðarson, körfuboltaþjálfari. Hann hefur verið rekinn úr starfi hjá körfuknattleiksdeild Hauka og mun ekki starfa meira fyrir KKÍ, vegna skilaboða til unglingsstúlkna. „Þetta mál er bara í skoðun og vinnslu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég veit bara að þetta er í vinnslu hjá samskiptaráðgjafa og innan KKÍ,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. Árni var rekinn frá Haukum eftir ábendingu frá öðru félagi um að hann hefði sent 15 og 16 ára leikmönnum þess óviðeigandi skilaboð. Málinu var vísað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og samkvæmt upplýsingum Vísis er það komið inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Árni, sem í sumar gegndi starfi aðstoðarþjálfara U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna, segir skilaboðin sem slík ekki hafa verið óviðeigandi heldur fyrst og fremst snúist um ráðleggingar varðandi körfubolta. Samtölin hafi leiðst út í önnur atriði, til dæmis tengd skóla. Skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna „Þetta var ekkert dónalegt. Ég sendi skilaboð. Ég fékk skilaboð og ég svaraði skilaboðum. Þetta voru ábendingar um hvað hægt væri að gera betur í körfubolta. Þær voru að spyrja um ráð gegn kvíða og stressi. Ein var í vandræðum í skóla,“ segir Árni. Hann segir að um sé að ræða skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna en að mögulega séu þær fleiri. Engin af þeim hafi verið leikmaður Hauka. „Ég skil alveg ef að þú sem foreldri sérð að fullorðinn maður er að senda barninu þínu skilaboð og þú þekkir ekki manninn betur en það… En það var ekkert í þessum skilaboðum sem var illa meint. Það var enginn annarlegur tilgangur með þeim,“ segir Árni. Spurður enn frekar hvort að hann hafi ekki verið að vinna sér inn traust hjá ungum stelpum, í annarlegum tilgangi, svarar Árni: „Nei. Ef það var eitthvað þá var það til að komast í betri þjálfarastöðu. Ég skil að það megi skilja þetta þannig en það var ekki þannig.“ „Stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við“ Árni segir mismunandi hver hafi átt frumkvæðið að samskiptunum og að þau hafi stundum hafist inni í íþróttahúsi en stundum í símanum. „Ég er búinn að þekkja sumar lengi í gegnum körfuboltann. Þetta er lítið samfélag og það þekkja allir alla. Stundum var þetta bara komment eins og „Hvað finnst þér ég hafa getað gert betur í leiknum?“ ef ég hafði séð leik hjá þeim. Og svar við því. Ég veit ekki hvort það eigi að túlka það sem samtal eða ekki. Þetta var rosalega mikið svona samtöl. Einhvern tímann var einhver að tjá sig því hún átti í vandræðum með vinahópinn. Einhvern veginn var allt búið að fléttast út í það. Það er náttúrulega samtal sem maður er í vafa um hvort maður á að taka eða ekki. En auðvitað er byrjað að treysta manni fyrir einhverju og stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við,“ segir Árni. Eins og fyrr segir var Árni látinn fara frá Haukum vegna málsins en í vetur átti hann að þjálfa tvo drengjaflokki hjá félaginu, stráka fædda á árunum 2002-2007. Störf hans fyrir KKÍ voru bundin við ákveðin verkefni og segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að þeim störfum hafi lokið í sumar. Annað málið á skömmum tíma hjá KKÍ Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem að máli þjálfara unglingalandsliðs Íslands í körfubolta er vísað til samskiptaráðgjafa. Mál Sævalds Bjarnasonar, sem var þjálfari U18-landsliðs kvenna, er enn í vinnslu en samkvæmt frétt Mannlífs hætti hann rétt fyrir keppni á EM eftir kvartanir vegna „óþægilegrar nærveru“ á æfingum. Í samtali við Vísi í dag sagði Hannes, formaður KKÍ, að málin tvö væru mjög ólík. Það væri vissulega engin draumastaða að mál tveggja unglingalandsliðsþjálfara hefðu á svo skömmum tíma ratað á borð samskiptaráðgjafa en að sama skapi væri fagnaðarefni að tilkynningar bærust. „Viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp“ „Þetta er erfitt en það er þannig að ef einhver telur á sér brotið með einhverjum hætti þá á náttúrulega að láta vita. Það er það sem skiptir mestu máli í þessu,“ segir Hannes. „Ég held að þetta sé ekkert tengt körfubolta frekar en öðrum íþróttagreinum. Unga fólkið okkar í dag er, sem betur fer, mun meðvitaðra um mörkin en áður. Það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp en við viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp. Það er betra en að mál grasseri í mörg ár. Þess vegna er svo mikilvægt að fá formlegar tilkynningar, til okkar, samskiptaráðgjafa eða yfirvalda, svo hægt sé að vinna í málinu. Þetta er leiðinlegt en það á engum að þurfa að líða illa eða velkjast í vafa um hvort eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þá á bara að rannsaka það og þá fer þetta bara í rétt ferli,“ segir Hannes. Heimasíða samskiptaráðgjafa Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Körfubolti Haukar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Þetta mál er bara í skoðun og vinnslu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég veit bara að þetta er í vinnslu hjá samskiptaráðgjafa og innan KKÍ,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. Árni var rekinn frá Haukum eftir ábendingu frá öðru félagi um að hann hefði sent 15 og 16 ára leikmönnum þess óviðeigandi skilaboð. Málinu var vísað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og samkvæmt upplýsingum Vísis er það komið inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Árni, sem í sumar gegndi starfi aðstoðarþjálfara U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna, segir skilaboðin sem slík ekki hafa verið óviðeigandi heldur fyrst og fremst snúist um ráðleggingar varðandi körfubolta. Samtölin hafi leiðst út í önnur atriði, til dæmis tengd skóla. Skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna „Þetta var ekkert dónalegt. Ég sendi skilaboð. Ég fékk skilaboð og ég svaraði skilaboðum. Þetta voru ábendingar um hvað hægt væri að gera betur í körfubolta. Þær voru að spyrja um ráð gegn kvíða og stressi. Ein var í vandræðum í skóla,“ segir Árni. Hann segir að um sé að ræða skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna en að mögulega séu þær fleiri. Engin af þeim hafi verið leikmaður Hauka. „Ég skil alveg ef að þú sem foreldri sérð að fullorðinn maður er að senda barninu þínu skilaboð og þú þekkir ekki manninn betur en það… En það var ekkert í þessum skilaboðum sem var illa meint. Það var enginn annarlegur tilgangur með þeim,“ segir Árni. Spurður enn frekar hvort að hann hafi ekki verið að vinna sér inn traust hjá ungum stelpum, í annarlegum tilgangi, svarar Árni: „Nei. Ef það var eitthvað þá var það til að komast í betri þjálfarastöðu. Ég skil að það megi skilja þetta þannig en það var ekki þannig.“ „Stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við“ Árni segir mismunandi hver hafi átt frumkvæðið að samskiptunum og að þau hafi stundum hafist inni í íþróttahúsi en stundum í símanum. „Ég er búinn að þekkja sumar lengi í gegnum körfuboltann. Þetta er lítið samfélag og það þekkja allir alla. Stundum var þetta bara komment eins og „Hvað finnst þér ég hafa getað gert betur í leiknum?“ ef ég hafði séð leik hjá þeim. Og svar við því. Ég veit ekki hvort það eigi að túlka það sem samtal eða ekki. Þetta var rosalega mikið svona samtöl. Einhvern tímann var einhver að tjá sig því hún átti í vandræðum með vinahópinn. Einhvern veginn var allt búið að fléttast út í það. Það er náttúrulega samtal sem maður er í vafa um hvort maður á að taka eða ekki. En auðvitað er byrjað að treysta manni fyrir einhverju og stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við,“ segir Árni. Eins og fyrr segir var Árni látinn fara frá Haukum vegna málsins en í vetur átti hann að þjálfa tvo drengjaflokki hjá félaginu, stráka fædda á árunum 2002-2007. Störf hans fyrir KKÍ voru bundin við ákveðin verkefni og segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að þeim störfum hafi lokið í sumar. Annað málið á skömmum tíma hjá KKÍ Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem að máli þjálfara unglingalandsliðs Íslands í körfubolta er vísað til samskiptaráðgjafa. Mál Sævalds Bjarnasonar, sem var þjálfari U18-landsliðs kvenna, er enn í vinnslu en samkvæmt frétt Mannlífs hætti hann rétt fyrir keppni á EM eftir kvartanir vegna „óþægilegrar nærveru“ á æfingum. Í samtali við Vísi í dag sagði Hannes, formaður KKÍ, að málin tvö væru mjög ólík. Það væri vissulega engin draumastaða að mál tveggja unglingalandsliðsþjálfara hefðu á svo skömmum tíma ratað á borð samskiptaráðgjafa en að sama skapi væri fagnaðarefni að tilkynningar bærust. „Viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp“ „Þetta er erfitt en það er þannig að ef einhver telur á sér brotið með einhverjum hætti þá á náttúrulega að láta vita. Það er það sem skiptir mestu máli í þessu,“ segir Hannes. „Ég held að þetta sé ekkert tengt körfubolta frekar en öðrum íþróttagreinum. Unga fólkið okkar í dag er, sem betur fer, mun meðvitaðra um mörkin en áður. Það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp en við viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp. Það er betra en að mál grasseri í mörg ár. Þess vegna er svo mikilvægt að fá formlegar tilkynningar, til okkar, samskiptaráðgjafa eða yfirvalda, svo hægt sé að vinna í málinu. Þetta er leiðinlegt en það á engum að þurfa að líða illa eða velkjast í vafa um hvort eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þá á bara að rannsaka það og þá fer þetta bara í rétt ferli,“ segir Hannes. Heimasíða samskiptaráðgjafa Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Körfubolti Haukar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira